Hjálpræðisherinn á Akureyri

Hjálpræðisherinn á Akureyri flutti í byrjun árs 2022 í nýtt húsnæði að Hrísalundi 1 a. Miklar endurbætur hafa á síðustu mánuðum verið gerðar á húsnæðinu svo það henti starfsemi Hjálpræðishersins betur. Sem dæmi má nefna lyftu til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Hægt er að leigja salinn fyrir veislur og viðburði.

Herdís Helgadóttir og Lára Ósk Hlynsdóttir sjá um vikulegt starf flokksins. Lárus Óskar Sigmundsson, foringi, starfar á Akureyri eina viku í mánuði, sér um samkomur og annað starf flokksins meðan á dvölinni stendur. Samkomur eru haldnar einn miðvikudag í mánuði.

Í Hjálpræðishernum á Akureyri er rík hefð fyrir barna- og unglingastarfi. Velferðarkaffi er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30. Á dagskrá flokksins er eitthvað fyrir alla aldurshópa og alla fjölskylduna. Dagskrá Akureyrarflokks má nálgast hér.

Hjálpræðisherinn á Akureyri er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu herinnak.

Hjálpræðisherinn á Akureyri er aðili að Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Nánari upplýsingar um sjóðinn og velferðaraðstoð má nálgast hér. Einnig geta einstaklingar leitað til Hjálpræðishersins á Akureyri til að fá úthlutað inneignarkorti í Hertex. 

 

 

Hægt er að bóka viðtalstíma hjá foringja hér að neðan: