Barnablessun

Barnablessun í Hjálpræðishernum

Hvað er barnablessun?

Margir foreldrar, óháð því hvort þeir sjálfir séu trúaðir, finnst gott og öruggt að geta beðið um blessun Guðs yfir barninu sínu. Margir velja barnablessun í Hjálpræðishernum til viðbótar við barnaskírn á meðan aðrir velja barnablessun eingöngu. Barnablessun er bæði fyrir ungabörn og eldri börn og er góð stund þar sem beðið er um blessun Guðs yfir barninu og lífinu framundan. Hvorki barnið né foreldrarnir þurfa að vera meðlimir í Hjálpræðishernum til að nýta sér þetta tilboð og barnið verður heldur ekki meðlimur í Hjálpræðishernum gegnum barnablessunina. Hins vegar er bæði barnið og fjölskylda þess að sjálfsögðu hjartanlega velkomin sem meðlimir sé þess óskað.

Foreldrarnir velja sjálfir hvort barnablessun eigi sér stað á venjulegri samkomu fjölskyldusamkomu eða annars staðar og geta komið með óskir um söngva og annað sem viðkemur athöfninni. Foreldrum er frjálst að velja hvort þeir vilja hafa guðforeldra fyrir barnið eða ekki. Söfnuður Hjálpræðishersins á hverjum stað lofar að biðja fyrir barninu.

Hvað eru guðforeldrar?

Guðforeldri er einhver sem biður fyrir barninu, gjarnan um blessun Guðs en einnig um ákveðna hluti í lífi barnsins. Það geta verið bænir um góða heilsu, um vernd, gleði og frið í lífi barnsins. Það er eðlilegt að biðja einnig fyrir fjölskyldu barnins og öðrum samböndum.

 

Blessunarorðin má finna í 4. Mós 6:24-26:

Drottinn blessi þig og varðveiti þig! 
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!
Amen

 

Við erum mjög ánægð með að hafa velið barnablessun í Hjálpræðishernum. Hjálpræðisherinn er söfnuðurinn okkar og þess vegna fannst okkur eðlilegt að Samúel fengi að vera hluti af ,,fjölskyldunni” alveg frá því að hann var lítill. Athöfnin var yndisleg og við fengum að koma bæði með hugmyndir og óskir um það sem fram fór á samkomunni. Við höfðum valið guðforeldra en flokksleiðtogarnir hvöttu söfnuðinn einnig til að taka okkur með í bæn, eitthvað sem okkur finnst yndislegt. Við mælum með barnablessun fyrir alla sem finnst gott að vera á Hjálpræðishernum. 
- Øystein og Tina Hodne, Stavanger flokki.

Hafðu samband við flokksleiðtogann í þínum flokki ef þú óskar eftir barnablessun fyrir barnið þitt eða hefur spurningar um hvernig þú gerist meðlimur eða getur tilheyrt Hjálpræðishernum