Ákall til kristinna, frá Brian Peddle hershöfðingja

Brian Peddle hershöfðingi er alþjóðlegur leiðtogi Hjálpræðishersins. Hann kallar til okkar, sem erum kristin, til áríðandi bænar í tengslum við COVID-19. Hann leggur til að sunnudaginn 19. apríl verði sérstakur bænadagur um allan heim. Ætlar þú að vera með?  

BÆN Í HARMI

Lesum og íhugum Sálm 69:2-4.Saman krumpað blað

Hjálpa mér, ó Guð,
því að vötnin ná mér upp að hálsi.
Ég er sokkinn í botnlausa leðju
og hef enga fótfestu.
Ég er kominn út á djúpið
og bylgjurnar ganga yfir mig

Ég hef hrópað mig þreyttan,
með brunasviða í kverkunum,
augu mín eru döpruð orðin
af að þreyja eftir Guði mínum.

Sálm. 69:2-4 (Biblían 2007)

Hvaða orð og tilfinningar koma upp í huga þinn? Það gæti verið sniðugt að skrifa það niður og sjá hvert hugurinn ber þig.  Í stað þess að forðast þær, takstu þá á við þessar tilfinningar. Hugsaðu um líf sem hafa glatast, sársaukann sem fjölskyldur og vinir hafa orðið fyrir, tækifæri sem hafa frestast og einmanaleikann sem hlýst af einangrun.

Þér gæti fundist hjálplegt að taka þér hlut í hönd á meðan þú gerir þetta, krumpaðan pappír eða stein t.d. og halda honum þétt á meðan þú hugsar um allar þessar tilfinningar.

Þegar þú hefur nýtt tíma til að harma, flettu þá upp á Filippíbréfinu 4:6-7. Biddu Guð um að hlusta á allar hugsanir og tilfinningar sem þú hefur reynt og að þú megir finna fyrir friði hans.  Þegar þér finnst þú vera tilbúin/n, slepptu þá takinu á hlutnum sem þú hafðir í hendinni með því að gefa Guði hann. Hluturinn og þessar tilfinningar, munu ekki hverfa en Guð er að eiga við vandamálin sem hann táknar.

 

BÆN FYRIR ÞEIM SEM ERU Í NEYÐ.

Lestu Lúkas 4:17-18.Post-it miðar

Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa.

Lúkas 4:17-18 (Biblían 2007)

Notaðu post-it miða til að skrifa niður eins marga hópa af fólki sem þú veist að eru í vandræðum þessa daga. Ef þú átt ekki post-it miða þá geturðu gert lista á blað. Sem dæmi gætir þú skrifað þá sem eru svangir, þá sem hafa misst atvinnuna, þá sem eru sjúkir, þá sem eru einmana o.s.frv.

Settu listann á áberandi stað eins og á vegg sem þú gengur oft fram hjá á heimili þínu. Biddu fyrir þessu fólki og biddu oft fyrir þeim þessa daga.

 

BÆN FYRIR HER FRAMLÍNUSTARFSFÓLKS.

Notaðu heimskort Hjálpræðishersins til að hugsa um þau mismunandi úrræði sem Hjálpræðisherinn hefur til að bregðast við ástandinu vegna kórónavírusins.Hnöttur

Þakkaðu fyrir hvernig Guð er að nota Hjálpræðisherinn til að mæta þörfum fólks um allan heim og skipta þannig máli í nærsamfélögunum.  Biddu um styrk, góða heilsa og visku fyrir sjálfboðaliða Hersins, meðlimi og foringja.

Líttu aftur á kortið (eða hnött ef þú átt slíkan) og hugsaðu til allra þeirra sem eru að mæta þörfum fólks í samfélögum út um allan heim.  Hér er átt við heilbrigðisstarfsfólk, fólk í umönnunarstörfum, starfsfólk verslunar og þjónustu, sendla, fólk sem tekur erfiðar samfélagslegar ákvarðanir og margir fleiri. Biddu um vernd Guðs yfir þeim. Þakkaðu fyrir þau.  Biddu um að þau muni hafi styrk til að geta unnið starf sitt eins vel og þau geta.

Þú gætir viljað senda þakklætisvott og uppörvun til framlínustarfsfólks sem þú þekkir persónulega og láta þau vita að þú hefur beðið fyrir þeim og starfi þeirra. 

 

BIDDU FYRIR ENDALOKUM VÍRUSINS.

 

 Þú gætir viljað “hlusta” á vírusinn allt að rótum núverandi þjáningar heimsins. MIT (Massachusetts Institute of Technology) hefur búið til tónlistarkynningu á próteini kórónavírusins.  Þau nota tölvu algóriþma til að taka efnislega uppbyggingu COVID-19 vírusins og færa það í hljóðbylgjur. Hlustaðu, kannski bara á hluta. (Þú getur líka fundið hann hér).

Á meðan skaltu leiða hugann að öllum þeim fjölda fólks sem berst fyrir mannkynið við að ná stjórn á þessum faraldri, á pólítískan, efnahagslegan, menningalegan og vísindalegan hátt.

Lestu Job 26. Viðurkenndu kraft Guðs.  Hrópaðu til hans um að hans mikla hönd hægi á og stöðvi framgang kórónavírusins. Biddu um að smitum fækki, að bóluefni finnist, fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir lækningu.  Biddu um styrk fyrir börn Guðs.

 

BIDDU UM AÐ VON OG GLEÐI VERÐI ENDURREIST.

Biddu fyrir öllum í samfélaginu þínu og um allan heim sem finnst þeir langt niðri og eru  í vanda með að meðhöndla ástandið sem heimurinn finnur sig í á þessari stundu.Blómapottur

Hugsaðu um manneskju eða heimili sem er í sérlega miklum vanda einmitt núna.  Taktu tíma til að senda þeim uppörvandi skilaboð í síma eða með öðrum miðlum.

Hugsaðu um ástæður til að vera þakklát/ur! Fyrir mörg okkar eru ótal ástæður allt í kringum okkur ef við tökum okkur tíma til að finna þær, frá fjölskyldu og vinum til tækni.  Finndu stórt blað og í lok hvers dags skaltu skrifa eitthvað sem þú hefur verið þakklát/ur fyrir þennan dag. Eftir því sem tíminn líður, í hvert sinn sem þú sérð þetta blað, þá mun það sýna þér fjölda blessana sem þú hefur móttekið þessa daga.  Þú gætir jafnvel notað blýanta og liti til að vera sérlega skapandi og búa til virkilega litríkt listaverk.

Hugsaðu um líf plöntu.  Frá litlu fræi, geta plöntur vaxið og orðið að stórum runnum sem bera lauf, blóm og lífsgefandi ávexti.  Þó svo að við sjáum ekki vöxt á hverjum degi þá getum við verið viss um stöðugan vöxt vonar hins nýja lífs.  Til að minna þig á þetta daglega, þá ættir þú ef þú hefur tök á að planta fræi. Í hvert sinn sem þú sért pottinn eða svæðið sem þú settir moldina þar sem þú plantaði, skaltu muna að grænu sprotarnir gætu ekki verið langt undan.