Yfirlýsing 20 trú og lífskoðunarfélaga á Íslandi
Í tvo mánuði hafa stríðsátök á landsvæðum Ísraels og Palestínu leitt til yfirgengilegs harmleiks þar sem þúsundir mannslífa týnast, fjölskyldur sundrast og börn verða munaðarlaus eða deyja.
Samtök okkar lýsa hryggð sinni og undrun yfir þeim ósköpum sem nú ganga yfir almenning á þessu svæði.
Við fordæmum hvers konar hryðjuverk og ofbeldi og hvetjum til þess að strax verði komið á varanlegu vopnahléi og hafið nauðsynlegt hjálparstarf, um leið og ríki heims knýi aðila til að finna framtíðarlausn á þeim vanda sem skapað hefur sífellda hringrás átaka áratugum saman.
Mannkynið þarf nú fremur en nokkru sinni fyrr að standa saman og vinna að lausnum á brýnum vanda án ofbeldis og styrjaldarátaka.
Fremur en nokkru sinni fyrr er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir lífi og réttindum allra manna, óháð trúarbrögðum, lífsskoðunum, þjóðerni, litarhætti og öðrum þeim atriðum sem orðið hafa tilefni mismununar og átaka.
Við þurfum að yfirstíga slíkar ógnir, og vinna að því að mannfólk og þjóðfélög geti þrifist hlið við hlið í friði með velferð allra að leiðarljósi.
11. desember 2023
Ásatrúarfélagið
Bahá’í-samfélagið
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
DíaMat
Félag múslima á Íslandi
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Hjálpræðisherinn
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Íslenska Kristskirkjan
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi
Lífspekifélagið
Menningarsetur múslima á Íslandi ‒ ICCI
Óháði söfnuðurinn
Siðmennt
Stofnun múslima á Íslandi
Söfnuður Mosku-patríarkatsis í Reykjavík
Zen á Íslandi ‒ Nátthagi
Þjóðkirkjan
A Statement by 20 Religious and Life-Stance Associations in Iceland
Regarding the Conflict in the Middle East
For two months, the conflict in the Israeli-Palestinian territories has led to incredible tragedy, with thousands of lives lost, families torn apart, and children left orphaned or dead.
Twenty Religious and Life-Stance Associations in Iceland express their sadness and surprise at the calamity that is now befalling the public in this area.
We condemn all forms of terrorism and violence and urge the immediate establishment of a permanent cease-fire and the start of necessary aid work, while the world's governments compel the parties to find a permanent solution to the issue that has created a continuous cycle of conflict for decades.
Now more than ever, humanity must stand together and work towards solutions to urgent problems without violence and war.
Now more than ever, we must respect the lives and rights of all people, regardless of religion, beliefs, nationality, race, and other issues that have become the cause of discrimination and conflict.
We must overcome such threats, and work to ensure that people and societies can thrive side by side in peace, with the well-being of all as a guiding principle.