Lisbeth og Knud David Welander, leiðtogar Hjálpræðishersins á Íslandi, í Noregi og Færeyjum, hvetja alla valdhafa til að ákveða að forðast ofbeldi, hryðjuverk og stríðsaðgerðir - og leita friðsamlegra lausna.
Alþjóðlegur leiðtogi Hjálpræðishersins, Lyndon Buckingham, hefur hvatt okkur öll til að taka þátt í að biðja fyrir friði almennt og sérstaklega í Miðausturlöndum. Lesið boðskap hans hér.
Welander hjónin fylgjast með því með áhyggjum og sorg að margt saklaust fólk - börn, ungmenni, fullorðnir og gamalmenni – verði fórnarlömb átaka.
„Við hvetjum því öll til að taka þátt í að biðja fyrir friði í Ísrael, Gaza, Úkraínu og alls staðar annars staðar í heiminum þar sem stríð og óeirðir eru. Við biðjum fyrir öllum þeim sem verða fyrir áhrifum beint og óbeint, sem hafa misst ástvini eða búa í óvissu um afdrif barna, maka, foreldra og vina.“