Starfsmenn og sjálfboðaliðar Hjálpræðishersins eru til staðar í Úkraínu og í nágrannalöndum- með vatn, mat, húsaskjól, praktíska aðstoð og nauðsynlega umhyggju.
Hjálpræðisherinn hefur verið að störfum í löndunum sem eiga í stríði um árabil og bein neyðaraðstoð er þegar komin í gang í Úkraínu ásamt nágrannalöndunum Rúmeníu, Moldóvu, Póllandi, Slóvakíu og Tékklandi en einnig meðal flóttafólks í Rússlandi.
Alþjóðlegri neyðaraðstoð Hjálpræðishersins er stýrt af alþjóðlegu neyðarteymi sem hefur fengið aðstöðu hjá Hjálpræðishernum í Póllandi til að geta orðið sem best að liði sem næst aðstæðunum.
Hjálpræðisherinn hefur verið hluti af samfélaginu í Úkraínu síðan 1993. Við erum með miðstöðvar í Kyiv, Lviv, Vinnytsia, Dnipro, Kharkiv, Donetsk, Pisochin, Kropyvnytskiy og Novy.
Hjálpræðisherinn er einnig til staðar í nálægum löndum eins og Póllandi, Modlóvu, Rússlandi, Slóvakíu, Rúmeníu, Tékklandi, Ungverjalandi og Litháen.
Hjálpræðisherinn í Úkraínu, Georgíu, Moldóvu og Rúmeníu er að umfangi 100 foringjar, 170 aðrir starfsmenn og 2000 sjálfboðaliðar.
Fólk á staðnum aðstoðar núna fólk á flótta með vatn, mat, húsaskjól og hjartagæsku, samtöl og aðra aðstoð. Hjálpræðisherinn hóf aðstoð um leið og stríð braust út í Úkraínu og öðrum nærliggjandi löndum.
Fólk á flótta hefur sótt skjól heima hjá foringjum í Hjálpræðishernum og í byggingum okkar. Þar fá þau mat og aðrar nauðsynjar. Í Kiyv deildi Hjálpræðisherinn út bleyjum, þurrmjólk og hreinlætisvörum til 22 barna sem voru fædd á sporvagnastöðvum/flóttarýmum. Fréttir berast af því að börn séu að fæðast fyrir tímann vegna álags sem mæðurnar eru undir.
Í Vinitsa undirbjó flokkurinn (söfnuðurinn) 17 pláss í kirkjurýminu og 17 pláss á heimilum fyrir fólk sem þurfti að flýja heimili sín. Matur, barnavörur (eins og þurrmjólk, bleyjur og fatnaður) var sendur frá Hjálpræðishernum í Moldóvu til barnaspítalans í Odessa. Úkraínski herinn hjálpaði við að koma varningnum frá landamærunum til sjúkrahússins. Fréttir berast af áhyggjum fólks af matarbyrgðum þar sem leiðir hafa raskast. Fjármagn er sent frá alþjóðlegum neyðarsjóðum Hjálpræðishersins.
Hjálpræðisherinn deilir einnig út neyðaraðstoð (smurðu brauði, heitum máltíðum, heitum drykkjum, vatni, mat og öðrum varningi) til fólks á flótta á mismunandi stöðum í landinu. Það eru sérstaklega borgir eins og Lviv sem er nálægt landamærum Póllands sem tekur á móti fjölmörgum sem sækja aðstoð.
Mat- og barnavörur (eins og þurrmjólk bleyjum og fatnaði) hafa verið sendar frá landamærunum til barnaspítalans í Odessa. Úkraínski herinn hjálpaði við að koma varningnum til skila frá landamærunum til sjúkrahússins. Flokkar (söfnuðir) og aðrar miðstöðvar Hjálpræðishersins taka á móti fólki; þegar þetta er skrifað hafa þau tekið á móti 288 manns í gistingu (auk máltíða og hreinlætisvara). Deildin hefur gefið um 500 matarpakka. Koddar, rúmföt, teppi og hreinlætisvörur hafa einnig verið gefin þeim sem þess þarfnast.
Í Moldóvu býður Hjálpræðisherinn upp á tímabundna gistingu heima hjá foringjum og starfsfólki en einnig hefur verið boðið athvarf í byggingum Hersins. Þau hjálpa með að koma flóttamönnum frá landamærunum við Rúmenío þannig að þau komist áfram.
Tugþúsundir flóttamanna hafa komið yfir landamærin í Siret í Rúmeníu. Hjálpræðisherinn var til staðar fyrir flóttafólkið, hjálpaði við að fylla út umsóknir fyrir hælisleitendur, gaf ráð um hvernig maður geti fengið bío-metríska pappíra, aðstoðaði við fjölskyldusameiningu við fjölskyldumeðlimi sem biðu fyrir utan búðirnar og höfðu umsjón með að greina þörf og deila út þeirri aðstoð sem þurfti og benti fólki áfram.
Tala flóttafólks um landamæri Rúmeníu og Úkraínu fer vaxandi. Hjálpræðisherinn aðstoðar stjórnvöld með rekstur flóttamannabúða. Starfsfólk og sjálfboðaliðar standa rúllandi 6 tíma vaktir. Hjálpræðisherinn hefur aðstoðað í 3 tilfellum mansals og vinnur með stjórnvöldum í forvörnum mansals. Hjálpræðisherinn aðstoðaði konu frá Bucuresti við landamæri Úkraínu ásamt aðstoð annarra samtaka við að sækja 12 ára dóttur konunnar sem hafði orðið eftir alein í Úkraínu.
Hjálpræðisherinn í Rúmeníu hefur sent teymi til tveggja mismunandi landamærastöðva, Siret og Isacca þar sem gefinn er matur og hreinlætisvörur til þeirra sem koma yfir landamærin.
Hjálpræðisherinn í Póllandi undirbýr neyðarpakka til úkraínsks flóttafólks sem kemur tillandsins. Þeir fylgjast vel með ástandinu og og bregðast við eftir aðstæðum.
Í Rússlandi eru nú 60.000 fólk sem hefur mátt flýja heimili sín í suðurhluta landsins. Hjálpræðisherinn mætir þörfum þeirra með mat, hreinlætisvörum og annarri neyðaraðstoð.
Hjálpræðisherinn í Slóvakíu hefur komið af stað neyðaraðstoðarteymi sem mun aðstoða með húsaskjól, efnislegar þarfir, umhyggju og stuðning. Þau starfa þétt með Hjálpræðishernum í Tékklandi við móttöku flóttafólks. Tékkland Landið er þegar heimili um 200.000 Úkraínumanna og því er búist við að mikill fjöldi flóttamanna muni leita til fjölskyldu og vina þar. Hjálpræiðsherinn hefur viðbragðsgetu í því félagslega starfi sem fyrir er í Tékklandi og mun opna til að taka á móti flóttafólki þar.
Í Ungverjalandi vinnur Hjálpræðisherinn með Babtistakirkju við að deila út lyfjum og öðrum læknisvörum. Þar fær fólk einnig teppi, svefnpoka, dýnur og annan nauðsynlegan varning sem deilt er út.
Teymi frá alþjóðlega neyðarteymi Hjálpræðishersin (SA IES) hefur komið upp aðstoðu í Póllandi til að vinna með leiðtogum á staðnum um stefnumótun um nánari aðkomu frá Hjálpræðishernum.