Í haust auglýstum við eftir jólasögum fyrir Herópið. Sunna Mist, 8 ára þátttakandi í barnastarfi, sendi okkur þessa fínu sögu og teiknaði myndir með. Sagan birtist í jólablaði Herópsins 2020 og Sunna fékk að launum gjafabréf í Hertex.
Við þökkum Sunnu kærlega fyrir söguna sem lesa má hér að neðan.
Einu sinni var stelpa sem heitir Sunna Mist. Hún er átta ára. Á morgun eru jól og hún er svo spennt fyrir jólunum. Mamma hennar sagði við hana „ég er búin að kaupa jólagjafir“ en núna var kominn kvöldmatur. Hún var búin að borða kvöldmat og mamma fór að svæfa bróður hennar. Mamma var búin að svæfa bróðurinn og Sunna fór að sofa. Hún svaf og svaf og svo vaknaði hún og hún var svo glöð, það voru komin jól. Hún hoppaði upp og niður. Hún hljóp og vakti mömmu og pabba, svo hljóp hún og vakti systur sína og bróður. Þau fóru að borða morgunmat og þegar maturinn var búinn fóru þau að opna pakka. Endir.