Skipulagsbreytingar og nýjar skipanir

Frá og með 1. ágúst verður breyting á skipulagi Hjálpræðishersins. Ísland og Færeyjar verða ekki lengur ein deild heldur verða löndin hvort sitt svæðið undir umdæminu Hjálpræðisherinn á Íslandi, í Noregi og Færeyjum. Hjördís Kristinsdóttir verður svæðisforingi á Íslandi og Bjørn Ove Frøyseth verður svæðisforingi í Færeyjum. 

Hilde og Kolbjørn Ørsnes, sem hafa verið deildarstjórar Hjálpræðishersins á Íslandi og í Færeyjum síðastliðin þrjú ár, hafa fengið nýjar skipanir í Oslo. Hilde mun starfa sem ritari á skrifstofu forystu Hjálpræðishersins og Kolbjørn sem aðstoðardeildarstjóri í deildinni Austur-Noregi.

Frétt Hjálpræðishersins í Noregi um málið.