Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar standa fyrir verkefni sem heitir Samvera og góðar minningar. Í ár fengum við styrk frá Félagsmálaráðuneytinu sem verður að fullu nýttur í þetta frábæra verkefni. Það eru ekki allir sem hafa ráð á að fara í sumarfrí með fjölskyldu sinni og í þessu verkefni eru efnaminni fjölskyldum boðið að taka þátt í upplifun þeim að kostnaðarlausu. Hefur þetta vakið mikla lukku og verið vel sótt. Undanfarin ár hefur meðal annars verið farið á Úlfljótsvatn þar sem fjölskyldan hefur getað notið samvista við leik og notið náttúrunnar saman.
Í ár ætlum við að fara í tvær ferðir, annars vegar í einnar nætur ferð til Vestmannaeyja og hins vegar í dagsferð í dýragarðinn í Slakka. Hægt er að sækja um hér fyrir neðan og er Vestmannaeyjaferðin fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 10 til 18 ára og ferðin í Slakka fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 3 til 12 ára.