Nýjar skipanir

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á verkefnum foringja í deildinni, frá 1. ágúst 2020.

 

Kapteinar Birna Dís Vilbertsdóttir og Hannes Bjarnason flytja frá Akureyri til Reykjavíkur og verða flokksleiðtogar í Reykjavíkurteymi. 

Kapteinn Elín Kjaran flytur frá Noregi til Akureyrar og verður flokksleiðtogi á Akureyri.

 

Við þökkum foringjunum fyrir góð störf í núverandi stöðum og óskum þeim Guðs blessunar í nýjum verkefnum.