Mest hlutfallsleg aukning í trúfélag Hjálpræðishersins árið 2021
Tvö ár í röð hafa skráningar í trúfélag Hjálpræðishersins verið svo margar að hlutfallsleg aukning á skráningum hefur verið mest hjá okkur af öllum trúfélögum á landinu.
Það þýðir að árið 2019 voru um 95 manns sem völdu að láta sóknargjöld sín renna til Hjálpræðishersins, 122 árið 2020 og nýjustu fregnir segja okkur að meðlimir trúfélagsins séu nú orðnir 157.
Hvað þýðir þetta fyrir Hjálpræðisherinn? Í hverjum mánuði renna tæplega 1000 kr. fyrir hvern skráðan meðlim til trúfélaga af skatttekjum. Það þýðir að aukning tekna vegna þessara skráninga hefur aukist um 60% á þessum tveimur árum.
Ef við setjum þetta í samhengi við þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn innir af hendi þá getum við sagt að við getum gefið um 150 manns að borða á mánuði eða sem nemur gestum einn dag á opna húsið okkar. Það er okkur mikilvægt að fá inn tekjur til að geta haldið úti starfsemi okkar.
Því fleiri sem velja að gerast meðlimir í trúfélaginu gera okkur auðveldara með að halda áfram þeirri vinnu sem þegar er til staðar og jafnvel auka við þar sem þörfin er mest.
Hafir þú áhuga á að skrá þig í trúfélag Hjálpræðishersins þá getur þú gert það hér fyrir neðan