Við bjóðum upp á fjölbreytt og skemmtileg leikjanámskeið í allt sumar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (2014/2009). Lagt er upp með að börnin fái að njóta sín sem best. Hjá okkur byrja dagarnir klukkan 9:00 og enda klukkan 16:00.
Reykjavík: Aðstaða í nýju húsnæði okkar við Suðurlandsbraut 72 er fyrsta flokks. Hér eru stórir og litlir salir sem hægt er að nýta þegar þarf að vera inni en einnig erum við í nágrenni náttúruperlunnar Elliðaárdals og einnig skammt frá Laugardalnum með öllu því sem tilheyrir.
Reykjanesbær: Aðstaðan í húsnæði okkar á Flugvallarvegi 730 á Ásbrú er til fyrirmyndar, en einnig er gott svæði utandyra til að fara í leiki.
Mest er lagt upp úr frjálsum leik, úti og inni, ásamt föndri og stuttum ferðum. Við leggjum upp með að börnin njóti sín sem best og að námskeiðið efli vináttu- og samskiptafærni. Innifalið er: hafragraut fyrir þau sem það vilja við komu að morgni. Einnig verður boðið upp á ávaxtastund síðmorguns og síðdegis og heitan mat í hádegi. Fyrsta námskeið kostar 7500 kr. en 5000 kr eftir það. Systkini borga 3500 kr. og 1000 kr. eftir það. Frítt er fyrir þriðja, eða fleiri systkini. Hægt er að sækja um í Velferðarsjóð Hjálpræðishersins fyrir námskeiðisgjaldinu. Hámarks fjöldi barna á hvert námskeið er 20 börn. Skráningargjald verður sent í heimabanka. Vinsamlegast athugið að ekki berst staðfestingarpóstur á skráningu, en haft verður samband ef ekki er pláss fyrir barnið.
Skráning á leikjanámskeið sumarið 2021 - Reykjavík
Skráning á leikjanámskeið sumarið 2021 - Reykjanesbæ
AHT: Skráning er staðfest þegar gjaldið hefur verið greitt.