Löng hefð er fyrir því að Hjálpræðisherinn í Reykjavík bjóði til jólaveislu á aðfangadag. Þetta árið verður jólamaturinn með breyttu sniði. Nú verður boðið upp á hátíðarmat í sal Hersins í Mjóddinni og verður húsið opið kl. 12-16 á aðfangadag. Maturinn er framreiddur á þessum tíma og allir eru leystir út með jólagjöf. Athugið að til þess að geta áætlað fjölda í mat og til að hafa gjafir handa öllum er nauðsynlegt að skrá sig í jólamatinn.
Á aðfangadag verður einnig jólaveisla hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ. Veislan hefst kl. 17 og stendur til kl. 20. Hægt er að skrá sig gegnum einkaskilaboð á facebooksíðunni okkar eða með því að hafa samband í síma 859-0517. Skráningarfrestur er 17. desember.
Við vonum að þú eigir gleðileg jól í góðum félagsskap.