Jólapotturinn er árleg og mjög mikilvæg fjáröflun Hjálpræðishersins. Það skiptir okkur miklu máli að manna vaktirnar við pottinn. Reynslan sýnir okkur að innkoman er mun meiri þegar einhver stendur við pottinn, heldur en ef potturinn stendur einn og yfirgefinn.
Hver vakt við jólapottinn er ein klukkustund. Þú þarft ekki að vera meðlimur í Hjálpræðishernum til að taka þátt. Það eina sem við biðjum um er að fólk mæti tímanlega, með góða skapið með sér og sé ekki í símanum meðan á vaktinni stendur :)
Getur þú gefið klukkutíma í desember?