Í gær birtist skemmtileg sjónvarpsumfjöllun um nýja Herkastalann, í Menningunni á Rúv. Rætt var við flokksleiðtogana Hjördísi Kristinsdóttur og Ingva Kristin Skjaldarson, ásamt arkitektunum sem hönnuðu húsið, Sigríði Magnúsdóttur og Hans-Olav Andersen.
Í innslaginu má sjá fallegar myndir af húsinu, heyra hugsunina á bakvið hönnunina, fræðast stuttlega um starf Reykjavíkurflokks og margt fleira. Innslagið má sjá hér.