Á seinni hluta síðasta árs kom Simone Worthing, blaðamaður frá blaði Hjálpræðishersins í Ástralíu, í heimsókn til Íslands. Nýlega birtist svo umfjöllun um starf Hjálpræðishersins á Íslandi í blaðinu. Í umfjölluninni er rætt við foringjana í Reykjavíkurflokki, Hjördísi og Ingva, og í Akureyrarflokki, Birnu og Hannes.
Fjallað er um starf beggja flokka, auk fróðleiks um Hjálpræðisherinn á Íslandi. Áhersla er lögð á velferðarstarf, til dæmis mataraðstoð, starf gegn mansali og áformin um áfangaheimili á Akureyri. Haft er eftir bæði Ingva og Hannesi að Hjálpræðisherinn starfi hér á landi til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og vera til gagns.
Það er alltaf áhugavert að bera saman lífið á hinum ólíku svæðum í heiminum og greinin byrjar einmitt á því að benda á gríarlegan mun á veðurfari annars vegar á Íslandi og hins vegar í Ástralíu. Greinin nefnist einmitt Coming in from the cold eða Inn úr kuldanum.