Sunnudaginn 19. apríl hvetur hershöfðingin Brian Peddle okkur öll til að taka þátt í að biðja fyrir öllum þeim sem hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Hershöfðinginn, sem er leiðtogi Hjálpræðishersins í öllum heiminum, biður fólk um að taka daginn frá og einbeita sér að bæninni. Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan, sem er á ensku, eru skilaboðin skýr. Við erum einn bænaher og bænin hefur áhrif.
Oft eru slíkir bænadagar skipulagðir með það í huga að fólk hittist og biðji saman. Nú er staðan önnur og fólk því hvatt til að taka þátt hver á sínum stað. Miðað er við að hver einstaklingur miði við sólarupprás á sínum stað og þannig myndist bylgja bæna sem fer þvert yfir heiminn, fyrst í Eyjaálfu, þá Asíu, Afríku og Evrópu og að lokum í N- og S-Ameríku. Hér má nálgast hugmyndir og nytsamlegt efni fyrir bænadaginn.
Hér eru bænaefni sem hershöfðinginn hvetur okkur til að biðja fyrir:
Við hvetjum alla til að taka þátt og biðja fyrir heiminum á þessum undarlegu tímum heimsfaraldursins. Bænin er máttug!
Að lokum hvetur hershöfðinginn fólk til að taka átt í umræðunni á Facebook síðu hans.