Herópið 2019

Herópið 2019 er komið út. Herópið er árlegt rit Hjálpræðishersins og hefur verið gefið út síðan Hjálpræðisherinn hóf starfsemi sína á Íslandi árið 1895.

 

Í blaði ársins er meðal annars:

- Sagt frá starfi Hertex og þar má finna viðtöl við starfsmann og sjálfboðaliða Hertex.

- Viðtal við Lárus Óskar sem er nemi á fyrsta ári í foringjaskóla Hjálpræðishersins.

- Umfjöllun um nýbygginguna í Reykjavík.

- Umfjöllun um velferðarstarf Hjálpræðishersins.

- Jóladagskrá allra flokka.

- Barnasíða, uppskrift, prjónauppskrift og margt fleira skemmtilegt!

 

Blaðið má nálgast við jólapotta Hjálpræðishersins.