Við opnum dyrnar!

Herkastalinn í Reykjavík - mynd: Hans Olaf
Herkastalinn í Reykjavík - mynd: Hans Olaf
Vegna afléttingar á sóttvörnum, þá getum við loksins opnað fallega húsið okkarí Reykjavík. Við fögnum afléttingunni og mun öll starfsemin okkar fara í gang í vikunni. 
 
Þar má meðal annars nefna: 
  • Opið hús með heitri máltíð fyrir jaðarsetta, alla virka daga frá 11:30 til 14:00.
  • Samferða, þar sem 50 ára og eldri hittast og hafa gaman saman.
  • Samvera, foreldramorgnar, á þriðjudögum klukkan 10:00 til 13:00, þar sem boðið er upp á heita máltíð á vægu verði.
  • Samvinna, handavinnuhópur á miðvikudögum klukkan 15:00.
  • Samstuð, opið hús fyrir börn og unglinga frá 17:00 til 21:00 með heitri máltíð.
  • Samhjálp, aðstoð við heimanám á þriðjudögum og fimmtudögum frá 15:00 til 17:00.
  • Samleið, á fimmtudögum frá 17:00 til 19:00, þar sem börn og foreldrar koma saman og njóta stundarinnar saman og boðið er upp á heita máltíð.
  • Samspil er á föstudögum frá klukkan 18:00. Borðspil og almenn gleði.
  • Samkoma er á sunnudögum klukkan 11:00.

Ekki má gleyma að auðvitað er Kastalakaffi - kaffihúsið okkar opið  alla virka daga frá 10:00 til 17:00. Þar er hægt að koma og fá sér gott kaffi, spjalla og jafnvel læra. Allir velkomnir.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur.