Aðstoð við heimanám.

Heimanáms aðstoð Hjálpræðishersins
Heimanáms aðstoð Hjálpræðishersins
Rétt eins og skólarnir hefjast á haustin, þá byrjar heimalærdómurinn í kjölfarið. Ekki eru allir foreldrar í stakk búnir til þess að geta aðstoðað börn sín við heimalærdóminn og eru ýmsar ástæður sem geta legið þar að baki, en eitt er öruggt öll börnin þurfa að skila heimanámi.
Bakland barnanna getur verið alls konar, foreldrar af erlendum uppruna sem eiga erfitt með að hlusta á börnin sín lesa íslensku. Eða eftir langan vinnudag er ekki tími til að setjast niður og fara yfir heimadæmin í stærðfræði. 
Hjálpræðisherinn hefur í mörg ár boðið upp á aðstoð við heimanám. Sjálfboðaliðar Hjálpræðishersins sjá um aðstoðina en þeirra á meðal eru menntaðir kennarar. Aðstoðin felst í því að leysa heimaverkefni vikunnar í stærðfræði og/eða íslensku en ekki síður að hlusta á börnin lesa.
Í dag var fyrsti dagur heimanáms aðstoðarinnar í Reykjavík, sem fer fram í Herkastalanum að Suðurlandsbraut 72, alla þriðjudaga og fimmtudaga frá 15:00 til 17:00.
 
Allir sem þurfa á aðstoð við heimanám að halda, eru hjartanlega velkomnir. Það má segja að með því að börnin klári heimanámið hjá okkur, þá eiga forsjáraðilar kost á fleiri gæðastundum með börnunum sínum.