Kjóstu þinn fulltrúa í nýja aðalstjórn

#stemfrem – kjóstu þinn fulltrúa í nýja aðalstjórn

 

Ert þú meðlimur, foringi eða starfsmaður í Hjálpræðishernum? Þá getur þú þetta vorið 1) tilnefnt fulltrúa í nýja aðalstjórn og/eða 2) kosið þann fulltrúa sem þér líst best á. 

Eins og sagt var frá síðasta sumar, þá er Hjálpræðisherinn um allan heim á endurnýjunarvegferð. Umbætur varðandi þátttöku þýða að við stefnum í átt að auknu sjálfstæði, fleiri hafa sinn fulltrúa og taka þátt í ákvarðanatöku.

Þetta þýðir að fljótlega mun uppbygging okkar líkjast meira skandinavísku fyrirtæki.

Kommandörarnir Knud David og Lisbeth Welander, umdæmisstjórar Noregs, Íslands og Færeyja, segja að þessar umbætur feli í sér mun skýrari ábyrgðar- og hlutverkaskiptingu stjórnar og stjórnenda:

„Við munum hafa bæði utanaðkomandi stjórnarmenn og nokkra kjörna innri fulltrúa. Þetta mun stuðla að skilvirkara skipulagi og felur í sér að umdæmið verði í fararbroddi fyrir Hjálpræðisherinn á alþjóðavísu varðandi þátttöku og að sem flestir hópar hafi sinn fulltrúa.“

Neðar má lesa hvernig má tilnefna og kjósa frambjóðendur.

Vilja skýrari greinarmun

Árið 2018 voru gerðar breytingar á aðalstjórn, sem fram að því hafði eingöngu samanstaðið af sviðsstjórum, og við bættust fjórir skipaðir fulltrúar fyrir ýmsa hluta starfsins. En skipaðir fulltrúar voru allir innanhúss á einn eða annan hátt og stór hluti stjórnarmanna hafði enn tvöfalt hlutverk.

Markmið þeirrar vinnu sem nú er hafin er að tryggja mun meira sjálfstæði milli daglegrar stjórnunar og stjórnar.

Ný aðalstjórn mun einbeita sér að:

  • Stefnu
  • Reglum
  • Eftirliti
  • Ábyrgð
  • Áhættu
  • Árangursmælingum

Stjórnendaráð mun hafa verkefni eins og:

  • Góðan rekstur
  • Þróun
  • Framkvæmd ákvarðana aðalstjórnar

„Við erum nú að vinna að því að ná til einstaklinga með breiða og fjölbreytta kunnáttu, reynslu og lýðfræðilegan bakgrunn, og við vonum að þú hjálpir til við að leggja þitt af mörkum,“ segja umdæmisstjórarnir.

 Nýja skipulagið mun því líta svona út:

NÝJAR LÍNUR: Frá 1. júní breytist ráðsskipan Hjálpræðishersins. Alþjóðlegar höfuðstöðvar (hershöfðinginn) munu sitja á toppnum. Síðan kemur aðalstjórn (Governance Board) og síðan stjórnendaráð (Management Board). Eftirfarandi nefndir eru á milli framkvæmdastjórnar og leiðtoga: Endurskoðun, kjörnefnd og trú og gildi.

 

NÝJAR LÍNUR: Frá 1. júní breytist ráðsskipan Hjálpræðishersins. Alþjóðlegar höfuðstöðvar (hershöfðinginn) munu sitja á toppnum. Síðan kemur aðalstjórn (Governance Board) og síðan stjórnendaráð (Management Board). Eftirfarandi nefndir eru á milli framkvæmdastjórnar og leiðtoga: Endurskoðun, kjörnefnd og trú og gildi.

Framvegis verður verkaskipting á milli aðalstjórnar og stjórnendaráðs í Hjálpræðishernum í samræmi við það sem tíðkast í skandinavískum fyrirtækjum. Munurinn er sá að við verðum með kjörna fulltrúa í stjórn bæði fyrir starfsmenn, meðlimi, börn/unglinga og foringja - og að stjórnarformaður er skipaður af alþjóðlegu höfuðstöðvunum í London.

Svona verður verkaskiptingin

Aðalstjórn verður undir stjórn umdæmisstjóra sem mun gegna starfi starfandi formanns.

Í aðalstjórn Hjálpræðishersins verða alls ellefu meðlimir. Auk umdæmisstjóranna tveggja munu þrír utanaðkomandi fulltrúar leggja til sérfræðiþekkingu á viðeigandi sviðum.

Meðal þeirra sem vinna að þessu er ráðningaskrifstofa sem hefur það hlutverk að finna bestu fulltrúana sem allir þurfa að hafa stjórnunar- og stjórnarreynslu frá stórum fyrirtækjum. Aðrir meðlimir aðalstjórnar verða fulltrúi starfsmanna, fulltrúi barna og unglinga (kjörinn á aðalfundi þeirra – FAbU þinginu), foringi (kjörinn úr hópi starfandi foringja) og fulltrúi hermanna/samherja (kosinn af og úr hópi meðlima).

Þá verða tveir skipaðir fulltrúar fyrir hermenn, samherja og foringja á eftirlaunum.

Aðalstjórnin mun halda 6–8 heilsdagsfundi í höfuðstöðvunum í Oslo á hverju ári. Nánari upplýsingar um hvernig það er að sitja í framkvæmdastjórn er að finna í meðfylgjandi PDF skjali.

Stjórnendaráði verður stýrt af aðalritaranum sem mun gegna hlutverki daglegs stjórnanda alls Hjálpræðishersins.

Frestur tiltilnefninga er 1. maí

 Ef þú vilt tilnefna fulltrúa, gerir þú það svona:

  1. Ferð inn á þetta skjal í Forms

  2. Velur hvaða hópi þú tilheyrir (starfsmaður, foringi, hermaður/samherji/meðlimur trúfélags)

  3. Skrifar upplýsingar um þá/þann sem þú tilnefnir. (Kosningaskrifstofan mun hafa samband við fulltrúann sem þú tilnefnir, fá samþykkir, sannreyna upplýsingar og fá kynningu frá fulltrúanum.)

  4. Ýttu á „senda inn“

 

Mundu að kjósa fyrir 31. maí!

Vefslóðin verður aðgengileg hér þegar opnað verður fyrir kosningu þann 15. maí.
Kosningarnar fara fram rafrænt og verða opnar í tvær vikur.

 

PS. Öll sem eru skráðir meðlimir 1. maí hafa kosningarétt. Starfandi foringjar, og starfsfólk í að lágmarki 50% starfshlutfalli eru sjálfkrafa með hér. Meðlimir geta farið inn á https://minside.frelsesarmeen.no/min-side/logg-inn/ til að athuga hvort þeir eru skráðir í réttan hóp. Nauðsynlegt er að hafa símanúmer skráð til að geta kosið. Mögulegt er að skrá sig í trúfélagið á https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/

 

 


Spurt & svarað

Getur maður tilnefnt einstaklinga sem eru ekki í sama hópi* og maður sjálfur?

*meðlimur, starfsmaður, börn og unglingar, foringjar.

Svar: Nei.

Ástæða: Fjórir kjörnir fulltrúar eru í aðalstjórn, hver fulltrúi mismunandi hagsmunahópa: starfsmenn, börn og unglingar, foringjar, meðlimir. Tilgangurinn með þessu er að tryggja sem víðtækastan sýnileika og að sem flest sjónarmið komi fram við borðið. Til þess að hver einstakur hópur fái sína fulltrúa geta einungis þeir sem tilheyra hópnum tilnefnt frambjóðendur.

 

Getur maður tilnefnt og kosið í fleiri en einum hóp, ef maður tilheyrir fleiri en einum?

Svar: Já og nei.

Ástæða: Reglurnar um það hver geta verið valin í sætin við borðið eru gerðar til sem flestir hópar hafi sinn fulltrúa. Það kemur þó ekki í veg fyrir að sá sem er t.d. bæði starfsmaður og meðlimur geti kosið í báðum flokkum. Foringi og almennur starfsmaður eru flokkar sem útiloka hvor annan, þannig að þó yfirmenn séu formlega „starfsmenn“, geta þeir ekki tilnefnt eða greitt atkvæði meðal almennra starfsmanna.

 

Verður mögulegt að kjósa ef maður er ekki á meðlimalista í lok dags 1. maí?

Svar: Nei.

Ástæða: Til að tryggja nafnleynd og framkvæmd á stóru svæði hefur verið valin utanaðkomandi, stafræn kosningalausn. Byggt er á því að listi yfir kjósendur sé settur inn í eitt skipti. Því verður ekki hægt að kjósa að þessu sinni ef þú ert ekki með í meðlimatali fyrir lok 1. maí.

 

Spurning um kjörgengi:

Er hægt að bjóða sig fram í fleiri en einum hópi?

Svar: Nei. 

Ástæða: Einhver eru bæði starfsmaður og meðlimur, eða foringi en samt meðlimur flokks, til dæmis. Fjórir kjörnir fulltrúar sitja í aðalstjórninni, hver fulltrúi mismunandi hagsmunahópa: almennir starfsmenn, börn og unglingar, foringjar, meðlimir. Tilgangurinn með þessu er að tryggja sem víðtækastan sýnileika og að sem flest sjónarhorn komi fram við borðið. Til að tryggja að sem flestir hópar eigi fulltrúa er mikilvægt að enginn hagsmunahópur „taki yfir“ fleiri af kjörnum sætum við borðið. Ef þú tilheyrir nokkrum hópum þarftu að gefa kost á þér í þeim hópi sem þegar hefur flest sæti í kringum borðið.

 

Í framkvæmd þýðir þetta:

  • Aðeins almennir starfsmenn sem ekki eru meðlimir, geta boðið sig fram sem fulltrúi starfsmanna
  • Aðeins meðlimir sem ekki eru foringjar, geta boðið sig fram sem fulltrúa meðlima
 

Hefur maður kjörgengi ef maður gegnir stjórnunarstöðu í samtökunum?

 Svar: Nei.
 

Ástæða: Hluti af ástæðu þessara breytinga er að skapa aukið sjálfstæði milli stjórnar og daglegs rekstrar. Þannig getur stjórnin í auknum mæli verið mikilvæg stjórn sem fylgir starfseminni eftir á sjálfstæðum grunni án þess að eiga í hagsmunaárekstrum við eigin verksvið. Með stjórnunarstöðu er átt við deildarstjóra, sviðsstjóra og önnur sambærileg störf og stjórnendur stærri undirsviða geta þess vegna ekki setið í aðalstjórn sem fulltrúar starfsmanna.

 

Hefur þú ábendingar eða spurningar?

Hafðu samband við skrifstofu okkar í gegnum netfangið island@herinn.is