Trú og gildi

Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelisk hreyfing, hluti af hinni almennu kirkju. Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni. Þjónustan er knúin af kærleika Guðs. Verkefnið er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og í nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki.

 

Súpa, sápa og hjálpræði

Segja má að slagorðið ”Súpa, sápa og hjálpræði” sé útgáfa Hjálpræðishersins af þarfapýramída Maslow; það þarf að gera hlutina í réttri röð.

Þá þegar í upphafi tók maður eftir því að svangir og niðurbeygðir einstaklingar voru ekki tilbúnir að taka á móti boðskapnum um hinn takmarkalausa kærleika Guðs. Starfsáætlunin varð því „súpa, sápa og hjálpræði“ - viðurkenning á því að maðurinn sé meira en bara sál. Við höfum bæði líkamlegar, sálfélagslegar og andlegar þarfir sem koma verður til móts við í réttri röð. Sumir þurfa hjálp við efnisleg mál, eins og til dæmis matarpoka eða kuldaskó. Aðrir þurfa hjálp við að byggja upp sjálfsvirðingu sína á ný með því að þeim sé veitt tilboð um vinnu eða íbúð. Bæn, afgerandi orð, reynsla af krafti Guðs og lifandi samfélag þar sem einstaklingur finns hann vera velkominn, hefur haft mikla þýðingu fyrir marga.

Það er ósk Hjálpræðishersins að fá að mæta einstaklinga þar sem þeir eru staddir og býður því upp á ”súpu, sápu og hjálpræði”. Þessi hugsunarháttur er því mikilvægur hluti þeirra grunnstoða sem Hjálpræðisherinn byggir á. Þetta er ekki slagorð sem varð að veruleika, heldur veruleiki sem varð að slagorði.

 

Við trúum …

Grundvöllur trúar okkar er Biblían, sem við trúum að sé orð Guðs til mannsins.

Kjarnann í fagnaðarerindinu er hægt að draga saman á þennan hátt:

•Guð er þríeinn Guð: Faðirinn, Sonurinn og Heilagur andi.

•Jesús Kristur er Sonur Guðs og frelsari mannanna.

•Allir hafa syndgað og þarfnast fyrirgefningar Guðs.

•Allir sem taka á móti Jesú, verða börn Guðs.

•Allir menn eru jafndýrmætir, því manngildi er frá Guði, og tengist ekki hæfileikum, getu, menningu eða siðfræði.

•Allir menn eiga möguleika á breytingu, þroska og vexti.