Vímuefni

Hjálpræðisherinn hvetur til lífsmáta án notkunar á vímuefnum sem geta skaðað andlega, sálræna eða líkamlega heilsu fólks. 

Áfengi 
Í gegnum starfsemi sína hefur Hjálpræðisherinn séð að neysla áfengis getur leitt til þess að neytendur ánetjast því. Hjálpræðisherinn setur algert bindindi sem skilyrði fyrir hermannstign. Við teljum að eina örugga tryggingin gegn tjóni og því að ánetjast áfengi sé algert bindindi. 

Rannsókn hefur sýnt fram á bein tengsl á milli neyslu og framboðs á áfengi. Hjálpræðisherinn vill stuðla að viðhorfum sem leiða til minni neyslu áfengis. Hjálpræðisherinn býður vímuefnalaust umhverfi og telur að áfengislausir valkostir eigi að vera til staðar í öllum aðstæðum þar sem áfengi stendur til boða. 

Neysla áfengis leiðir ekki endilega til alkóhólisma. Áfengi mun samt sem áður veikja dómgreindina og vera samverkandi þáttur með mörgum persónulegum og félagslegum áföllum. Með bindindi sýnir maður fram á persónulega ábyrgð og einhug í gegnum eigið líferni. 

Önnur vímuefni 
Hjálpræðisherinn er á móti notkun á hvers kyns vímuefnum. Nokkur lyf sem taka þátt í að efla heilsuna geta leitt til þess að fólk verður háð þeim og neysla þessara lyfja ætti því einungis að eiga sér stað í samráði við ábyrgan lækni. 

Hjálpræðisherinn vill styðja fórnarlömb slíkra efna og vill halda áfram að stuðla að því að þau geti endurheimt heilsuna.


Þema arkir frá Hjálpræðishernum - 2001