Markaðsvæðing Kynlífs

Klám 
Hjálpræðisherinn lítur á klám sem skaðlegt vegna þess að það virðist fela í sér niðurlægingu og kúgun fyrir manneskjur. Það brýtur niður virðinguna fyrir heilindum einstaklings og gerir kynlíf að skemmtun og söluvöru. (Sjá neðanmálsgrein*) 

Hjálpræðisherinn telur að það sé mikilvægt að ýta við almenningsálitinu og hvetja stjórnmálamenn til þess að hafa stjórn á og takmarka öll birtingarform kláms hvort sem það er á prenti, leiksviðum, í útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndahúsum, á myndböndum, eða á netinu. 

Vændi 
Með skírskotun til friðhelgi einstaklingsins og grundvallar virðuleika er Hjálpræðisherinn ákafur andstæðingur kaupa og sölu á kynferðislegri þjónustu. Á sama tíma upplifa sumir sölu á kynferðislegri þjónustu sem einu leiðina til lífsviðurværis. Hjálpræðisherinn styður allt framtak sem miðar að því að þessir einstaklingar finni annars konar lífsviðurværi. 

Notkun á kynlífi í auglýsingum 
Hjálpræðisherinn er andsnúinn notkun á kynlífi og erótík sem aðferð til að stuðla að sölu eða útbreiðslu á framleiðsluvörum. Auglýsingaherferðir sem hlutgera einstaklinginn standa fyrir hugsjónum sem Hjálpræðisherinn styður ekki. 

Þörf fyrir vitundarvakningu 
Sökum þess að einstaklingar í nútíma samfélagi lifa innan um margar tegundir kynlífsfjölmiðlunar telur Hjálpræðisherinn mikilvægt að fram komi vitundarvakning um kynlíf og samneyti þar sem boðskapur Biblíunnar er hafður sem fyrirmynd. Það er einnig mikilvægt að geta greint það þegar kynlíf er notað sem aðferð í markaðssetningu á vörum og þjónustu. Fræðsla um þessi mál verður að miða að því að gera sérhverjum einstaklingi kleift að meta sjálfur og taka ábyrgð á sínu vali og sínum gjörðum. 

* Þegar 211. grein norsku hegningarlaganna fjallar um ósiðlegar eða klámfengnar lýsingar er átt við „kynferðislegar lýsingar sem virka stuðandi eða eru á annan hátt til þess fallnar að fela í sér niðurlægingu eða fyrirlitningu gagnvart einstaklingum. Hér er átt við kynferðislegar lýsingar sem fela í sér notkun á börnum, dýrum, ofbeldi, þvingunum og kvalarlosta.“


Þema arkir frá Hjálpræðishernum - 2001