Kristinlegt viðhorf gagnvart fólki

Hjálpræðisherinn, sem er hluti af hinni almennu kirkju, leggur Biblíuna til grundvallar fyrir viðhorf sitt gagnvart fólki. 

Sú trú er miðlæg að Guð sé heimsins og allra manna skapari og leiðbeinandi. Á meðal alls hins skapaða er maðurinn í sérstöðu því hann er skapaður í Guðs mynd (1 Mós 1,27). 

Vegna þess að gildi einstaklings kemur að utan – frá Guði – og er óháð eiginleikum, kunnáttu, menningu og þjóðernislegum uppruna, eru allir einstaklingar jafn mikils virði. Mannslífið er heilagt og órjúfanlegt frá upphafi til endaloka, því það er skapað og elskað af Guði. 

Hjálpræðisherinn er þess vegna andsnúinn hvers kyns flokkun á manngildum og sættir sig ekki við að mannslíf sé gert að efni fyrir önnur markmið. 

Forsendur og skilyrði fyrir mannslífi er að finna í samvist við allt hið skapaða. Gagnkvæm umhyggja og kærleikur meðal fólks er mikilvæg. Kristilegt viðhorf gagnvart fólki skapar ekki rými fyrir hreinræktaða einstaklingshyggju. Öllum einstaklingum er ætlað að lifa í tengslum við sjálfa sig, við Guð, við náungann og við náttúruna (1 Mós 2,18 og 1,28). Maðurinn er haldinn synd líkt og lýst er í Biblíunni (1 Mós 3). Syndin snertir manninn í sérhverri aðstöðu og samhengi í lífinu. Þess vegna þarf fólk fyrirgefningu og tækifæri á nýju upphafi frá Guði sem skapaði það. 

Þörfin fyrir fyrirgefningu og frelsi gildir um alla. Miskunn Guðs í gegnum frelsisverk Jesú gefur öllum manneskjum ástæðu fyrir von vonina sem teygir sig út fyrir dauða og gröf. 

Mikilvægur hluti af viðhorfi Hjálpræðishersins gagnvart fólki er vonin. Gildi og lífsréttindi einstaklingsins gilda óháð virkni, hæfileikum eða eiginleikum og því þarf að leggja áherslu á skylduna til að veita umhyggju og vera til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Þessari skyldu getum við ekki komist hjá hvorki sem einstaklingar, samtök eða samfélag. 

Vegna þess að hver einstaklingur er skapaður af Guði er hann einnig ábyrgur gagnvart honum. Í sameiningu er fólkinu ætlað að hafa umsjón með sköpunarverki Guðs (1.Mós 1,28) með því að hlúa að lífinu og hafa umsjón með og úthluta gæðum í heiminum samfélaginu í hag.


Þemaarkir frá Hjálpræðishernum - 2001