Hjónaband, skilnaður og gifting að nýju

Í Nýja testamentinu segir að hjónabandið sé lífslangt samband á milli karls og konu. 

Í sambandinu láta makarnir í ljós ást, gagnkvæma virðingu og tryggð. Öryggi og traust skapa forsendu fyrir endingargott og trygglynt samband á milli makanna. 

Guðs vilji fyrir hjónabandið er tjáður í Ritningunni og gildir á öllum tímum (1. Mós. 1,27-28; Mark. 10,7-12; Matt. 19,3-12). 
Jesús staðfestir að það sem Guð hefur sameinað skulu mennirnir ekki sundurslíta (Matt. 19,6). Engu að síður mun afstaða hans til þeirra sem upplifa vandamál í hjónabandinu ávallt einkennast af ást og samkennd. 

Hjálpræðisherinn sér þörfina fyrir handleiðslu og hjálp handa fólki sem upplifir vandamál í hjónabandinu og Hjálpræðisherinn vill að slík handleiðsla sé til staðar.

Hjálpræðisherinn verður var við að mörg hjónabönd enda með skilnaði – einnig þegar makarnir hafa unnið að því að láta hjónabandið endast eða hafa leitað sér hjónabandsráðgjafar. Í nokkrum tilvikum getur skilnaður verið lausnin, meðal annars við valdbeitingu. 

Meðal kristinna einstaklinga er að finna mismunandi viðhorf til þeirra sem giftast á ný eftir skilnað. Hjálpræðisherinn sem félag setur sig ekki á móti þeim sem giftast á ný. 

Íslensk lög setja ákveðin skilyrði fyrir því að gengið sé í hjónaband: Það verður að liggja fyrir vottorð um að skilyrðin fyrir hjónavígslu séu uppfyllt. Brúðarpörin mæta til vígslu. Á meðan bæði eru viðstödd skulu þau lýsa því yfir að þau óska að ganga í hjónaband með hvort öðru. Vígsluaðilinn skal lýsa því yfir að þau séu hjón. Að minnsta kosti tvö vitni verða að vera til staðar. (Sjá Hjúskaparlögin frá 14. apríl 1993) 

Íslensku hjúskaparlögin: 
http://www.althingi.is/lagasafn/127b/1993031.html


Þemaarkir frá Hjálpræðishernum - 2001