Frjósemistækni

Inngangur 
Mörg hjón upplifa sársaukann vegna ófrjósemi (barnleysis). Í dag eru til möguleikar á að afstýra barnleysi með hjálp frjósemistækni. (Tæknifrjóvgun er oft notað sem samheiti fyrir nútíma frjósemisaðferðir) 

Þessi tækni er í gífurlegri þróun. Um leið og hún skapar lausn á ófrjósemi opnar hún fyrir fjölda spurninga sem stöðugt verða áleitnari. Það að frjóvgunin – upphaf lífsins – eigi sér stað í tilraunaglasi hefur gefið fræðimönnum möguleika á að rannsaka frjóvgaða eggið allt frá byrjun og ef til vill notfæra það til rannsókna. Þetta vekur upp siðferðilegar spurningar því þetta getur verið ógn við gildi mannlegs lífs. 

Kristilegt viðhorf til mannlegrar tilvistar felur í sér þá kröfu að möguleikann til þess að grípa inn í sköpunina á manneskju verður að tengja við skilninginn á ábyrgð og virðingu gagnvart lífinu. Þetta er undirstaðan fyrir mati á ólíkum aðferðum tæknifrjóvgunar. 

Aðferðir sem standa til boða 

Tæknisæðing 
Sæði mannsins er sett inn í leg konunnar. Hjálpræðisherinn lítur á þetta sem ásættanlega aðferð til þess að afstýra barnleysi. 

Glasafrjóvgun 
Egg og sæðisfruma eru fengin frá þeirri konu og þeim karlmanni sem um ræðir og frjóvgunin á sér stað utan líkamans. Frjóvguð egg eru síðan sett inn í leg konunnar. Glasafrjóvgun felur í sér að nokkur egg eru tekin út og frjóvguð en þar af fara nokkur til spillis. Hjálpræðisherinn telur að upphaf lífsins eigi sér stað við frjóvgun. 

Kristilegt viðhorf til mannlegar tilvistar felur í sér þá kröfu að lífið sem er frjóvgað með glasafrjóvgun verði að meðhöndla af virðingu, lotningu og virðuleika. Það ber að vernda gegn skaða og dauða vegna tilrauna. 

Þrátt fyrir að glasafrjóvgun veki margar siðferðilegar spurningar getur Hjálpræðisherinn fallist á þessa aðferð fyrir hjón. Hjálpræðisherinn mælir með því að þeim verði gefnar nákvæmar upplýsingar um aðferðina m.t.t. áhættu, afleiðinga og siðferðilegra viðhorfa. 

Tæknisæðing með gjafasæði 
Stuðst er við þessa aðferð að takmörkuðu leyti á Íslandi í dag. Þetta fer eftir þeirri stefnu sem lög gera ráð fyrir og á sér stað á þeim læknastofum sem hafa fengið viðurkenningu Félagsmálaráðuneytisins fyrir slíkri starfsemi. 
Tæknisæðingu með gjafasæði má því aðeins framkvæma að frjósemi karlmannsins sé skert, hann haldinn alvarlegum erfðasjúkdómi eða aðrar læknisfræðilegar ástæður mæli með notkun gjafasæðis. (5. gr. laga um tæknifrjóvgun) 
Hjá nokkrum hjónum mun tæknisæðing með sæði frá manninum misheppnast. Óskin um að eignast barn engu að síður getur leitt til þess að tæknisæðing með gjafasæði er valin. 

Hjálpræðisherinn varar við þessu vegna alvarlegra lagalegra, siðferðilegra, siðgæðilegra og félagslegra afleiðinga fyrir parið, gjafann, barnið og samfélagið í heild. 

Glasafrjóvgun með gjafaeggi 
Mörg vandamálanna sem tengjast tæknisæðingu með gjafasæði eru hin sömu og mæta manni við glasafrjóvgun með gjafaeggi. 

Hjálpræðisherinn varar við glasafrjóvgun með gjafaeggjum. 

Staðgöngumæður 
Á Íslandi er staðgöngumæður eru bannaðar samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun.


Þema arkir frá Hjálpræðishernum - 2001