Fjölskyldulíf

Í dag þegar ríkir fjölbreytni í lífsstíl og sambúðarháttum heldur Hjálpræðisherinn þó fast í sannfæringu sína um að hjónaband á milli karls og konu sé heilagt og stofnað af Guði, og þess vegna vill Hjálpræðisherinn benda á það sem besta kostinn. 

Okkar skoðun er ekki síst sú að bestu aðstæðurnar fyrir uppeldi á barni séu innan ramma hjónabandsins. 

Hjálpræðisherinn telur að fjölskyldan sé ennþá sú félagslega stofnun sem sé best til þess fallin að gefa einstaklingum grundvallar ást og vaxtarskilyrði. Við teljum auk þess að það sé fjölskyldan sem tryggi undirstöðuna í uppeldinu, þroskanum og félagslegri aðlögun einstaklingsins. Aðrar félagslegar stofnanir þjóna sem stuðningur eða viðbót í þessu samhengi. 

Hjálpræðisherinn vill með starfsemi sinni styrkja hjónabandið og fjölskyldulífið um leið og hann leitast við að rétta hjálparhönd og veita umhyggjusamt, kristið samfélag fyrir alla, óháð því hvar hver og einn stendur í þjóðfélagsstiganum.


Þemaarkir frá Hjálpræðishernum - 2001