Fóstureyðingar

Hjálpræðisherinn trúir því að lífið sé órjúfanlegt frá því augnabliki sem frjóvgun á sér stað. Hver einstaklingur er skapaður af Guði og hefur sitt eigið gildi sem ekki á að takmarka. Líf fólks er gjöf frá Guði sem ber að vernda, þróa og varðveita. 

Hjálpræðisherinn heldur í kristna fyrirmynd um skírlífi fyrir hjónaband og tryggð í hjónabandinu. Litið er jákvæðum augum á ráðstafanir til að forðast óæskilega þungun en snúist er gegn notkun á fóstureyðingum sem neyðarúrræði eða getnaðarvörn. 

Við óæskilega þungun er mikilvægt að konan fái hagnýta aðstoð og andlega umhyggju bæði á meðgöngunni og eftir að barnið fæðist. Aðrir aðstandendur ættu að fá leiðsögn í að viðurkenna þungunina og styðja móðurina. Í þeim tilfellum þar sem fóstureyðing er samt sem áður framkvæmd vill Hjálpræðisherinn bjóða umhyggju og leiðsögn. 

Hjálpræðisherinn samþykkir að fóstureyðing geti verið réttmæt í undantekningartilvikum: 

• Eftir ráðgjöf frá fagfólki í læknavísindum þegar meðgangan stofnar
  lífi móðurinnar í hættu eða getur valdið henni ólæknandi skaða. 

• Eftir nauðgun eða sifjaspell þegar konan óskar þess, sem byggir
  á þeim rökstuðningi að slík atvik eru gróft ofbeldi gagnvart sálarlífi
  og líkama konunnar. 

• Þegar áreiðanlegar greiningaraðferðir sýna fram á að fóstrið mun
  fæðast með mein sem gerir það að verkum að barnið getur ekki 
  lifað af fyrir utan leg móðurinnar. Þróunarfrávik sem ekki eru 
  banvæn í sjálfu sér, gefa ekki tilefni til fóstureyðinga. 

Hjálpræðisherinn leggur megináherslu á að vernda og styrkja veika og varnarlausa einstaklinga, einnig þá sem eru ekki ennþá fæddir. Réttindi og þarfir ófædda barnsins og móðurinnar verða að vera tekin alvarlega.


Þema arkir frá Hjálpræðishernum - 2001