Eutanasi/Líknardauði

Orðið er grískt og þýðir „léttur dauði“. Greinarmunur er gerður á virkri og óvirkri eutanasi. Hin virka eutanasi er skipulögð athöfn með hið skýra markmið að valda dauða annarrar manneskju. Í óvirkri eutanasi er látið vera að gefa lífslengjandi meðferð þegar ekki er von um bata eða betrun. Það getur reynst erfitt að finna mörkin á milli virks og óvirks líknardráps en það er þó mikilvægt að halda fast í skilin á milli þess að taka líf og að leyfa einhverjum að deyja eðlilegum dauða. 

Fyrir einhverja einstaklinga einkennast endalok lífsins af þjáningu. Góð aðhlynning á dánarbeðinu mun minnka óskir sjúklingsins um að fá aðstoð við að deyja. Það ber að gefa linandi meðferð, það er að segja nægilegt magn af kvalarstillandi lyfjum og annað sem hefur linandi áhrif á einkennin. Þetta felur í sér að við varðveitum líkamlegar, sálrænar, félagslegar og andlegar þarfir sjúklingsins. 

Hjálpræðisherinn er andsnúinn sérhverri gerð af virku líknardrápi. 

Hjálpræðisherinn hvetur til vitundar um linandi umhyggju og sæmandi dauða.


Þema arkir frá Hjálpræðishernum - 2001