Saga

Vöggutímabil Hjálpræðishersins var á viktoríutímabilinu í Englandi. Í þúsundatali hafði fólk í marga áratugi yfirgefið erfið skilyrði sín á lansdsbyggðinni í Englandi og flutt búferlum til fátækrahverfanna í stórborgunum. Hér var engin von í augsýn, neyðin var stór og meðallífaldur var skuggalega lágur.

Í miðju þessa samfélags lifðu hin ungu hjón William og Catherine Booth. Þau sáu horuð börn í leit að mat. Þar voru blindfull 5 ára börn fyrir utan dyrum baranna. Ungar stúlkur sem seldu bæði vörur og sjálfar sig til þess að geta lifað af. Mæður þvinguðu seidler bjór niður í háls ungabarna sinna – vegna vöntunar á öðru að gefa þeim. Og fyrir utan barina voru menn að slást öskugráir ásýndar.

 

Eitthvað þarf að gera

Um áttaleytið kvöld eitt í júlí árið 1865, kom það mjög sterklega til þessara tveggja innflytjenda: Götur Lundúnaborgar eru fullar af fólki sem eru á leið til glötunar. William og Catherine Booth fundu sig knúin til þess að gera eitthvað í þessu. Þau vildu boða að til væri von. Að kærleiki Guðs væri takmarkalaus. Að allt fólk væri jafn verðugt. Og að allir hefðu möguleika á breytingum, þróun og vexti.

Skipulag og áætlun Williams Booths, sem leiða átti til betra samfélags, varð til við reynslu hans af þörfum manna. Hin ungu hjón skildu að ekki væri hægt að lesa úr Biblíunni fyrir manneskju sem var kalt á fótunum og svöng. 

Þetta sjónarmið myndaði slagorðið «súpa, sápa og hjálpræði»; að sýna manneskjunni alhliða umhyggju við að metta hina hungruðu, veita virðingu hinum niðurbeygða og að boða hinn frelsandi og fyrirgefandi kærleika Jesú.