Söguágrip

Upphafið

 • Stofnendur William og Catherine Booth.
 • Stofnaður 1865 í Austur-London.
 • Starfið á Íslandi hófst 12. maí 1895.
 • Hjálpræðisherinn á Íslandi var tengdur Hjálpræðishernum í Danmörku fyrstu ár sögu hans.
 • Árið 1927 var yfirstjórn Hjálpræðishersins á Íslandi færð til Skotlands og síðar til aðalstöðvana í Lundúnum.
 • Deild Íslands (og Færeyja) var færð í umdæmi Noregs, Íslands og Færeyja árið 1934.

 

NOREGUR, ÍSLAND OG FÆREYJAR

 • Árið 1934 var Ísland sameinað í deild með Færeyjum sem ein af sjö deildum innan umdæmis Noregs, Íslands og Færeyja.
 • Frá árinu 2004 hefur Ísland verið sjálfstæð eining innan umdæmis Noregs, Íslands og Færeyja.
 • Á Íslandi eru 2 flokkar (söfnuðir), en samtals eru 119 flokkar í Noregi, Íslandi og Færeyjum.
 • Yfir 7.000 hermenn tilheyra Hjálpræðishernum í þessu umdæmi.
 • Meira en 500 foringjar eru í umdæminu.
 • Hjálpræðisherinn telur um 20.000 félaga í umdæminu.
 • Árið 2004 voru samtals 1.325 ráðnir starfsmenn í umdæminu (hjálpræðis herforingjar, ráðnir hermenn og samherjar og aðrir starfsmenn).

 

THE SALVATION ARMY/HJÁLPRÆÐISHERINN

 • The Salvation Army/Hjálpræðisherinn er starfandi í 122 löndum á 175 tungumálum.
 • Samtals eru um 1 milljón hjálpræðis hermenn í heiminum.