Meginstaðreyndir

Hjálpræðisherinn er margþætt og sérstætt kirkjusamfélag sem sýnir manneskjunni alhliða umhyggju, með því að veita ”súpu”, ”sápu” og ”hjálpræði”. Það er að segja í þeim skilningi, að við viljum fá að metta soltna maga, vinna að sjálfsvirðingu einstaklingsins, og að segja frá kærleika Guðs.

Hreyfing

Hjálpræðisherinn er hreyfing sem er opin öllum. Öllum er heimilt að taka þátt í guðsþjónustum okkar og starfi og einnig að gerast meðlimur.

Nýtt upphaf í fátækrahverfunum

Hjálpræðisherinn var stofnaður af William og Cathrine Booth árið 1865, fyrst undir heitinu Kristna trúboðið í Austur Lundúnum. Bein orsök stofnunarinnar var sú neyð sem íbúar fátækrahverfanna máttu búa við. Hinn 12. maí, árið 1895 var síðan Hjálpræðisherinn stofnaður á íslandi.

Sjá nánar um sögu.

Hernaðarleg umgjörð

Hjálpræðisherinn sér sig í því hlutverki að berjast gegn fátækleika og félagslegum vandamálum – og í þeim skilningi hefur hann sagt því ”stríði” á hendur, sem er knúið áfram af kærleika Guðs. Auk þess hefur það að ganga í búningum eitt og sér marga kosti. Búningurinn gefur það mjög skýrt til kynna að sá sem hann ber tilheyrir Hjálpræðishernum. Þess vegna upplifa hermenn í búningum oft að til þeirra sé leitað – með sálarkvalir, eða bara til þess að spyrja um leiðina að pósthúsinu. Búningurinn breiðir einnig yfir bilið milli fátækra og ríkra, um leið og hann myndar samfélag sem ekki takmarkast af neinum landamærum. Búningurinn virkar einnig sem vörn. Þetta hefur geysimikla þýðingu þegar við erum við vinnu í hættulegum samfélögum eða á svæðum deilna.

Sakramentin

Hjálpræðisherinn er eitt mjög fárra kirkjusamfélaga í heiminum sem ekki notar sakramenti eins og skírn og altarisgöngu. Hjálpræðisherinn er ekki mótfallinn sakramentum, en er á þeirri skoðun að persónuleg trú og játun hennar sé hið eina sem er nauðsynlegt til að öðlast hjálpræði óháð ytri gjörðum.

Þær athafnir sem við höfum eru barnablessun, ferming, vígsla og jarðarför.

Hjálpræðisherinn og fjöldi

Hjálpræðisherinn á Íslandi er í sama umdæmi og Noregur og Færeyjar.

Í þessu umdæmi okkar eru 105 flokkar (söfnuðir) sem eru virkir.

Við erum samtals 436 foringjar, ca. 2.000 aðrir ráðnir starsmenn, 5.680 hermenn, 1.223 samherjar, og ca. 8.000 eru meðlimir í barna- og unglingastarfi Hjálpræðishersins.

Hjálpræðisherinn starfrækir 37 stofnanir sem hafa mismunandi félagslega starfsemi, og 48 Hertex fatabúðir/nytjamarkaðir, þar af eru 3 búðir á Íslandi.

Á alheimsmælikvarða störfum við í 124 löndum með 175 tungumálum.