Líknar og félagsþjónusta

Meginmarkmið líknar- og félagsþjónustu Hjálpræðishersins er að mæta hinum ýmsu mannlegu þörfum með því að stunda náungakærleika óháð þjóðerni, menningu eða trúar einstaklingsins. Líknar- og félagsþjónusta Hjálpræðishersins vill vera hluti af hinni almennu félagsþjónustu og líka annars konar þjónusta en þeirri sem yfirvöld hafa upp á að bjóða.

Grunnurinn að líknarþjónustu Hjálpræðishersins var lagður í heimatrúboði Williams Booths í Lundúnum. Ytra form og skipulag líknarþjónustunnar tók nokkrum breytingum í áranna rás. Hún hefur verið breytileg eftir stöðum og lagað sig að vissu marki að þeim þörfum sem hafa verið fyrir hendi hverju sinni. Líknarstarfið og kristniboðið var skipulagt í órjúfandi tengslum hvort við annað, enda var það slagorð Booths að ekki þýddi neitt að boða fagnaðarerindið fólki með tóma maga.