Kristniboð

Sérhvert land er heimaland mitt” á stofnandi Hjálpræðishersins, William Booth, að hafa sagt. Í framhaldi af því sagði hann meðal annars um hernað: “Í stríði tveggja þjóða er ég alltaf sá sem tapar, því að það er alltaf heimaland mitt sem tapar”.
 

Líklega er þetta ein ástæða fyrir því að Hjálpræðisherinn hefur ekki notað mikið orðið “mission” eða “kristniboð” í tengslum við hjálparstarf á milli landa. Hjálpræðisherinn starfar í meira en 110 löndum í heiminum. Mörg verkefnanna væri eflaust hægt að kalla trúboð, því aðstoð við að framkvæma þau kemur frá öðrum löndum innan tengslanets Hjálpræðishersins á heimsvísu.

Hjálpræðisherinn á Íslandi á sér ekki langa sögu varðandi kristniboð. Sögulega séð virðist Miriam Óskarsdóttir, rúmlega tvítug, hafa verið fyrsti trúboði Hjálpræðishersins frá Íslandi. Árið 1984 var hún kölluð til starfa á upptökuheimili Hjálpræðishersins í Colon í Panama - sem einskonar stuðnings foringi (Reinforcement Officer). Hjálpræðisherinn rak stúlknaheimili, því önnur úrræði sem voru til staðar voru einungis ætluð strákum. Starf hennar þar þessi átta ár var fjármagnað frá Noregi og Bandaríkjunum, en á þessu tímabili voru einnig reglubundnar safnanir á Íslandi til styrktar starfi hennar. 

Hjálpræðisherinn heldur áfram að safna peningum fyrir kristniboð. 
Gjafir má leggja inn á reikning 513-14-605627 hjá Íslandsbanka. 
Kennitala Hjálpræðishersins er 620169-1539.

Hjálpræðisherinn á Íslandi hefur á síðastliðnum árum einnig sent fjárhagsstyrk til nokkurra landa sem hafa upplifað sérstakar náttúrhamfarir -
- Kr. 300.000 í janúar 2005 til aðstoðar vegna flóðbylgjunnar við Indlandshaf. 
- Kr. 400.000 í janúar 2006 vegna jarðskjálftanna í Pakístan.