VALITOR styrkir Geðhjálp og Hjálpræðisherinn

VALITOR styrkir Geðhjálp  og Hjálpræðisherinn

Samfélagssjóður VALITOR hefur veitt Hjálpræðishernum og Geðhjálp fjárstyrk
sem ætlaður er til að styrkja það góða og öfluga starf sem fram fer hjá samtökunum nú fyrir jólin.

Frá vinstri: Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor, Björt Ólafsdóttir, formaður Geðhjálpar, Sigurður H. Ingimarsson og Paul-William Marti frá Hjálpræðishernum og Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.

Samfélagssjóður VALITOR hefur veitt Hjálpræðishernum og Geðhjálp fjárstyrk

sem ætlaður er til að styrkja það góða og öfluga starf sem fram fer hjá samtökunum nú fyrir jólin. Styrkurinn er að upphæð 1 m.kr. til hvors aðila.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor, afhentu fulltrúum samtakanna styrkinn.

Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir.