Taka hönd­um sam­an um jólaaðstoð í Reykja­vík

Taka hönd­um sam­an um jólaaðstoð í Reykja­vík

Hjálp­ræðis­her­inn í Reykja­vík hef­ur tekið hönd­um sam­an með Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar um jólaaðstoð í Reykja­vík. Tekið verður við um­sókn­um frá barna­fjöl­skyld­um í Reykja­vík á skrif­stofu Hjálp­ar­starfs­ins Háa­leit­is­braut 66, dag­ana 26. nóv­em­ber kl. 12-16 og 2., 3., 8. og 9. des­em­ber kl. 11-15.

Hjálp­ræðis­her­inn í Reykja­vík hef­ur tekið hönd­um sam­an með Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar um jólaaðstoð í Reykja­vík. Tekið verður við um­sókn­um frá barna­fjöl­skyld­um í Reykja­vík á skrif­stofu Hjálp­ar­starfs­ins Háa­leit­is­braut 66, dag­ana 26. nóv­em­ber kl. 12-16 og 2., 3., 8. og 9. des­em­ber kl. 11-15.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að Hjálp­ræðis­her­inn og Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hafi átt í far­sælu sam­starfi und­an­far­in ár meðal ann­ars um ýmis nám­skeið og sum­ar­búðir fyr­ir fjöl­skyld­ur.

„Það var því nán­ast eðli­legt skref að vera einnig í sam­starfi um jólaaðstoðina,“ seg­ir Hjör­dís Krist­ins­dótt­ir, flokks­leiðtogi hjá Hjálp­ræðis­hern­um í Reykja­vík, í til­kynn­ingu.„Við mun­um því taka þátt í jólaaðstoð Hjálp­ar­starfs­ins með því að taka á móti þeim sem til okk­ar vilja leita þar, ásamt þeim sem þangað koma,” seg­ir hún enn­frem­ur.

Bjarni Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs­ins, og Hjör­dís hand­söluðu sam­komu­lag um þetta í dag og sagði Bjarni við það tæki­færi að sam­starf og sam­ræm­ing á aðstoð væri af hinu góða. „Svo hef­ur sam­starf við Hjálp­ræðis­her­inn alltaf verið frá­bært“ seg­ir Bjarni í til­kynn­ingu.

 Tekið verður við um­sókn­um frá barna­fjöl­skyld­um í Reykja­vík á skrif­stofu Hjálp­ar­starfs­ins Háa­leit­is­braut 66, dag­ana 26. nóv­em­ber kl. 12-16 og 2., 3., 8. og 9. des­em­ber kl. 11-15. Koma þarf með yf­ir­lit yfir út­gjöld og tekj­ur síðasta mánaðar. Þeir sem þegar hafa fengið inn­eign­ar­kort Ari­on banka í gegn­um Hjálp­ar­starfið á ár­inu geta sótt um á help.is (Verk­efni inn­an­lands/​Jólaaðstoð 2014).