Ný Hertex búð í Reykjanesbæ

Ný Hertex búð í Reykjanesbæ

Í desember opnaði Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ nýja verslun á Hafnargötu 18

Ný verslun var opnuð í desember í Reykjanesbæ að Hafnargötu 18.  Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 13-18.  Það eru flottir sjálfboðaliðar sem taka á móti viðskiptavinum með bros á vör og aðstoða eftir fremsta megni. Einnig er hægt að setjast niður og fá sér kaffibolla og kíkja í bækur sem eru til sölu í versluninni.