Maí Didda

Maí Didda

„Ég hugsaði bara Hvað er það? Ég varð auðvitað svo forvitin að ég ákvað að þiggja boðið um að vera með.

„Ég hugsaði bara Hvað er það? Ég varð auðvitað svo forvitin að ég ákvað að þiggja boðið um að vera með.

 Tveimur mánuðum áður hafði Didda flutt til Akureyrar og nýr vinur hennar hafði boðið henni með á Hjálpræðisherinn. Þegar hún gekk inn um dyrnar fann hún strax að hún væri velkomin. Þetta var góður félagsskapur og sem henni leið vel í. Hún fann ekki fyrir neinum fordómum og fékk að vera hún sjálf.

 Á tveimur vikum stækkaði vinahópurinn hennar úr einum vini í stóran hóp. Þess vegna hélt hún áfram að mæta á unglingafundi á fimmtudögum, í góðum félagsskap þar sem mikið var sungið.

 „Þetta var eins og annar heimur, fullur af gleði og allt hafði þýðingu. Ég átti aldrei barnatrú, þessi Guð var bara þarna. Ég átti aldrei samband við hann og bað aldrei.“

Þetta breyttist. Guð, sem áður var svo fjarlægur, varð til staðar og nálægur.

 Þegar hún var fimmtán ára ákvað hún að gerast samherji. Það þýðir að vera meðlimur í flokknum. Hún tók ákvörðunina til að sýna skuldbindingu og áhuga.

 „Hjálpræðisherinn hafði gjörbreytt lífi mínu. Lífið var orðið spennandi, ófyrirsjáanlegt og góðar tilfinningar höfðu tekið yfir. Svo hvers vegna ekki að gefa Hernum stærra pláss í lífinu? Ég hef alltaf verið stolt af að vera meðlimur í Hjálpræðishernum. Allir sem þekkja mig vita að ég er kristin og er ekkert að fela það.

 Þegar Didda flutti frá Akureyri til Hveragerðis var ekkert unglingastarf í Hjálpræðishernum í Reykjavík. Ári seinna breyttist það og nú hittast unglingar, 13 ára og eldri, á hverjum þriðjudegi. Þetta eru andlegar stundir og þar er tónlist, hugvekja og góður félagsskapur. Hún saknar Akureyrar þar sem hópurinn er stærri og möguleikarnir fleiri, en horfir björtum augum á framtíðina í Reykjavíkurflokki.

 „Hjálpræðisherinn og fókið hér er orðið hluti af fjölskyldunni minni. Fjölskylda snýst ekki um blóð og erfðir. Húns nýst um kærleika og umhyggu hvert til annars. Við erum stór fjölskylda, óháð kynslóðum og bakgrunni. Hjálpræðisherinn er alltaf númer eitt. Hann er það mikilvægasta í lífi mínu og hefur veriðþað alveg frá byrjun.“