Janúar 2015. Ingvi Skjaldarsson

Janúar 2015. Ingvi Skjaldarsson

- Og þarna sat ég, í 8 fermetra herbergi, og virkilega hlustaði. Ég hlustaði á það sem Guð hafði að segja mér. Það var kominn tími til að gera breytingu og byrja með tómt blað.

 

Eftir að hafa eytt viku í Drotningborg í Noregi, sem sjálfboðaliði á sumarfrístilboði sem Hjálpræðisherinn hélt fyrir bágstaddar fjölskyldur, hafði sýn Ingva á Hjálpræiðsherinn og sjálfan sig breyst. Hann fann þörf fyrir breytingu. Það var kominn tími til að gefa Guði meira pláss í lífinu.

 - Guð vildi að ég yrði hluti af hernum hans. Ég hafði efast um að Guð gæti notað mig. Ég var jú bara venjuleg manneskja, bara smiður. Ég þekkti Biblíuna ekki einu sinni mjög vel.

 En eftir að bera ábyrgð á skyndihjálp í eina viku, fann hann að hann hefði einnig eitthvað að gefa. Umkringdur venjulegum manneskjum sem allar höfðu það sameiginlegt að vilja hjálpa öðrum, fann hann að þetta snýst ekki um ofurkrafta. Þetta snýst um að vera hluti af einhverju stærra.

 - Ég er einn kubbur í stóru púsluspili, jafnmikilvægur og aðrir kubbar. Ég tek þátt og gef af því sem ég hef, hugsaði ég. Og það er nógu gott. Ég er nógu góður.

 Inni í þessu litla herbergi, í vinnu hjá Statoil, var Ingvi tilbúinn fyrir nýja vinnu. Hann fékk köllun, skilaboð frá Guði um að hann ætti að verða hermaður í Hjálpræðishernum. Hann hafði áður kynnst Hernum í gegnum konuna sína, Hjördísi. En hvers vegna að verða bara hermaður þegar maður getur gert þetta að ævistarfi sínu, hugsaði hann. Þar með hafði hann ákveðið sig. Hann vildi fara í Foringjaskóla Hjálpræðishersins og fá þá menntun sem þurfti til að ná þessu nýja markmiði. En það sem kom mest á óvart kom í ljós daginn eftir...

 - Ég varð að hringja í Hjördísi og segja henni frá þessari upplifun og ákvörðuninni sem ég hafði tekið kvöldið áður. Við höfðum bæði fréttir að segja hvort öðru. Þetta var alveg ótrúlegt. Við höfðum tekið sömu ákvörðunina!

 Eftir 20 ár á hinum ýmsu vinnustöðum ákvað Ingvi að setjast aftur á skólabekk. Nú ætluðu hann og Hjördís að fylgja sömu áætluninni. Áhuginn á að hjálpa öðrum hefur alltaf verið til staðar og nú er það að hjálpa öðrum orðið hluti af daglegu lífi.

 - Ég vil vinna með þeim sem minnst mega sín, með þeim sem búa á götunni, með þeim sem sjást ekki og vilja kannski ekki sjást. Ég vil að allir fái tækifæri til að kynnast Jesú. Lífið fjallar um súpu, sápu og frelsi. Það fjallar um trú, von og kærleika fyrir alla þá sem ég mæti.