Júní 2015 Bayram og fjölskylda

Júní 2015 Bayram og fjölskylda

“Hjálpræðisherinn hefur hjálpað okkur og við viljum gjarnan gefa eitthvað til baka.“

Í íbúð í Innri Njarðvík, Reykjanesbæ, býr fjölskylda sem þekkir hvað gerist á bakvið tjöldin í landi sem stjórnað er af einræðisstjórn. Lág laun opinberra starfsmanna skapa stóra gjá milli þeirra ríku og fátæku. Landinu er stjórnað af stétt efnamanna.

 Bayram þjáist af alvarlegri sykursýki og lyfin sem hann fékk entust ekki lengi. Aðeins þeir ríku geta keypt sér aðgang að bestu sjúkrahúsunum, tækjunum, lyfjunum og besta heilbrigðisstarfsfólkinu. Hægt er að kaupa hærri einkunnir til að komast inn í betri skóla og fá þannig menntun sem veitir góða atvinnumöguleika.

 „Þetta á að heita ókeypis. En gæði krefjast útgjalda. Við gátum ekki lifað svona. Tvíburastrákarnir okkar eiga að fá tækifæri í lífinu og við gátum ekki lengur lifað við þetta óöryggi.“

 Þar með var ákvörðunin tekin. Það var tími kominn til að skilja óörugga fortíðina eftir og halda áfram í átt að framtíðinni. Framtíð sem kannski yrði enn óöruggari en fortíðin. Leiðin var löng. Fyrsta stopp var í Úkraínu og næst komu þau til Hemsedal í Noregi. Nú bíða þau eftir svari frá stjórnvöldum um hvort þau fái að setjast að hér á Íslandi.

 „Við höfum eignast góða vini og hér líður okkur vel. Við kynntumst Hjálpræðishernum á Íslandi í gegnum félagsþjónustuna. Okkur langaði að nýta tímann í eitthvað sem hefur þýðingu og fá ástæðu til að fara framúr á morgnanna. Við vildum taka þátt í uppbyggilegu starfi en þar sem við höfum ekki atvinnuleyfi var okkur bent á stað sem heitir Grágás.

 Í Grágás var fólk sem talaði bæði rússnesku og norsku. Þar gátu þau því átt samskipti við annað fólk. Í Grágás var fataflokkun fyrir Hertex í Reykjanesbæ. Þar mynduðust vinatengsl þvert á trúarbrögð, þjóðerni og menningu.

 „Við erum múslimar en það þýðir ekki að við getum ekki umgengist fólk með aðra lífsskoðun. Við getum lagt ágreininginn til hliðar og einbeitt okkur að mannlega þættinum. Við erum orðin hluti af frábærri fjölskyldu. Hjálpræðisherinn hefur hjálpað okkur og við viljum gjarnan gefa eitthvað til baka.“