Jólapottarnir

Jólapottarnir

Í desember hefur skapast sú venja að Hjálpræðisherinn setji út ”jólapottana” sína. Í ár verður engin breyting á því og munu jólapottar Hersins finnast á ýmsum stöðum. Við munum vera með potta í Kringlunni og Firði Hafnarfirði, á Glerártorgi, við Nettó og Bónus í Reykjanesbæ, við Bónus á Akureyri, við Fjarðarkaup, í Smáralind og við Laugaveg 25.

Í desember hefur skapast sú venja að Hjálpræðisherinn setji út ”jólapottana” sína. Í ár verður engin breyting á því og munu jólapottar Hersins finnast á ýmsum stöðum. Við munum vera með potta í Kringlunni og Firði Hafnarfirði, á Glerártorgi, við Nettó og Bónus í Reykjanesbæ, við Bónus á Akureyri, við Fjarðarkaup, í Smáralind og við Laugaveg 25.

Vegna gjafmildi vegfarenda í fyrra höfum við árið 2014 átt möguleika á því að hjálpa fjöldanum öllum af einstaklingum og fjölskyldum. Að auki hafa barnafjölskyldur fengið möguleika á því að fara í sumarfrí með fjölskyldum sínum. Sumarfríið hlaut ”tuttugu af tíu mögulegum” af einum þátttakenda og til að geta glatt fleiri árið 2015 viljum við hvetja fólk til að vera með í þessari hlýlegu hefð.

Árið 2013 söfnuðust um 6 milljónir í jólapottana okkar á Íslandi og hafa þeir fjármunir staðið undir velferðarstarfi okkar. Mikill hluti hefur t.d. farið í uppbyggingu á Fjölskyldu- og fjölmenningarsetri Hjálpræðishersins í Mjódd, í Saman verkefni í Reykjanesbæ sem felur í sér að hjálpa erlendu fólki að aðlagast í íslensku samfélagi og í matar- og fatagjafir á Akureyri.

Sjálfboðaliðarnir sem standa við jólapottana finna fyrir hlýhug almennings á aðventutíðinni. Það hafa skapast hefðir í mörgum fjölskyldum að koma og leggja í pottinn. Að þessu sinni verður Herinn ekki með hið hefðbundna Jólaheróp til sölu en mun auk innsöfnunar hafa til sölu dagatöl fyrir 2015 sem sýnir með máli og myndum ”hver” Hjálpræðisherinn er.

Jólapottarnir eru fyrir suma hluti af jólastemmingunni- en fyrir aðra matur, hlýr fatnaður og sjálfsvirðing.

 

Nánari upplýsingar um jólapottana finnur þú hér: www.herinn.is

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við:

Reykjavík: Hjördís Kristinsdóttir, 6902468, hjordis@herinn.is

Reykjanesbær: Elin Kyseth, 6943146, elin@herinn.is

Akureyri: Hannes Bjarnason, 8403989, hannes@herinn.is

 

Fyrir almennar upplýsingar, myndir eða annað hafið samband við:

Sigurð Ingimarsson, 8966891, siggi@herinn.is

 

Stutt um jólapottana

• Hefð hjá Hjálpræðishernum í all mörg ár

• Hægt að finna í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Akureyri

• 2013 söfnuðust um 6 milljónir króna

• Fjármagnar mataraðstoð, fataaðstoð, fyrirbyggir einmanaleika, félagsleg samvera, frístundatilboð fyrir börn og Sumarfrí fyrir barnafjölskyldur

• Gerir velferðarstarf mögulegt

• www.herinn.is