Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ í jólaskapi!

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ í jólaskapi!

Það er mikið um að vera um jólin hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ.

 

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálpræðishersins verður nú fyrir jól að finna ýmist í Nettó Krossmóa, hjá Bónus eða í Kjarna hjá Flughótelinu, með „jólapottinn” sem notaður er til að safna inn peningum til styrktar velferðarstarfi á Suðurnesjum..

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er eins og fyrri ár í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar og Velferðasjóð Suðurnesja hvað varðar jólaaðstoð til bágstaddra og fer 10 % af allri innkomu jólapottsins í Velferðarsjóðinn. Hjálpræðisherinn sér um að miðla jólagjöfum til barna og unglinga sem þurfa. Af því tilefni auglýsum við eftir jólagjöfum til barna og skorum á íbúa Reykjanesbæjar og fyrirtæki að vera með að gefa!

Þeir sem vilja gefa pakka geta skilað þeim hjá jólapottinum eða undir jólatréið í Kjarna. Einnig má skila pökkum á Hertexmarkað Hjálpræðishersins að Hafnargötu 50 en þar er opið alla virka daga kl 12-17 og fyrstu tvo laugardaga í desember kl 10-14.

Tekið skal fram að á Hertex nytjamarkaði verður 100 kalla útsala út allan desember og einnig er boðið upp á fría súpu þar.

Á aðfangadegi jóla bjóðum við svo til Vinajóla, hátíðarmatog yndislega kvöldstund og eru ALLIR velkomnir. Gestir eru beðnir að skrá sig í síma 6943146 eða hjá ester@herinn.is fyrir 21. des.

Við þökkum öllum þeim sem gefa kærlega fyrir stuðninginn með ósk um gleðileg jól og blessunar Guðs.