Hertex dagur.

Hertex dagur.

Enginn getur allt, en allir geta eitthvað. Við ætlum þess vegna að hjálpast að við að hjálpa náunganum og sérstaklega utangarðsfólki. Við ætlum að halda stóran fata- og nytjamarkað á Herkastalanum, Kirkjustræti 2, 101 Reykjavík. Markaðurinn verður opinn kl. 11-17.

Enginn getur allt, en allir geta eitthvað. Við ætlum þess vegna að hjálpast að við að hjálpa náunganum og sérstaklega utangarðsfólki.

 Við ætlum að halda stóran fata- og nytjamarkað á Herkastalanum, Kirkjustræti 2, 101 Reykjavík. Markaðurinn verður opinn kl. 11-17.

 Á boðstólnum verður kaffi og kökur. Milli klukkan 14 og 15 verður lifandi tónlist þar sem Leaves, Siggi Ingimars, Sísý Ey, Steini í Hjálmum og

Eyþór Ingi munu koma fram.

 Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Hjálpræðishersins, sem m.a. rekur Dagsetrið á Eyjarslóð, sem er athvarf fyrir útigangsfólk og aðra bágstadda.

 Fjölmennum og hjálpumst að við að hjálpa öðrum! ♥