Gospelbúðir fyrir Börn í Reykjaskóla!

Gospelbúðir fyrir Börn í Reykjaskóla!


Gospelbúðir í Reykjaskóla 6.—10. Júni 2012 fyrir hressa krakka f. 1999 til 2005.

Frábær byrjun á sumarfíinu! Í gospelbúðum gerist margt skemmtilegt og spennandi.

Við eignumst góða vini, lærum meira um Guð og öðlumst frábærar sumarminningar. Þátttakendur taka þátt í tveimur valgreinum á dag. Sundlaug er á staðnum, við verðum með ratleiki, skartgripa- og föndursmiðju, kvöldvökur og margt fleira skemmtilegt

Morgunvalgreinar verða: 1. Ævintýra útivist 2. Rokklingasveit 3. Leiklist, Drama 4. Fréttastofa og kubbalist Eftirmiðdagsvalgreinar verða: A. Gítarkennsla (koma með gítar með sér) B. Fréttastofa og kubbalist C. Gospelsmiðja (Samsöngur og einsöngvaþjálfun) D. Redesign/ Saumastofa ( 3. bekkur og eldri)

Verð: 30 000 kr. (systkinaafsláttur er 5000 kr. á barn) 25 000 fyrir meðlimi BUH (Æskulýðsstarf Hjálpræðisherins) Velferðarstyrkur: Ef fjárhagsstaða heimilis er erfið er hægt að fá styrk fyrir allt að helmingi þátttökugjalds.

Skráning er hjá ester@herinn.is og skráningarfrestur er til 21. maí Skráningargjald er 5000 kr. og það sem eftir stendur skal greiðast fyrir 1. júní. Reikningsnúmer: 0513-04-250523 KT: 620169- 1539

Við skráningu skal koma fram: Fullt nafn og kennitala barnsins, nafn og kennitala forráðamanns, lögheimili og símanúmer ásamt mikilvægum upplýsingum um barnið. Þá þarf að velja eina grein í morgunvali og eina í eftirmiðdagsvali.

Nánari upplýsingar fást hjá Ester D. van Gooswilligen Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ, Sími: 6943146 ester@herinn.is