Fjölskyldu og fjölmenningarsetur í Mjódd opnar

Fjölskyldu og fjölmenningarsetur í Mjódd opnar

Í september opnaði fjölskyldu og fjölmenningarsetur í Mjódd, sem Hjálpræðisherinn í Reykjavík rekur.

Í september opnaði fjölskyldu og fjölmenningarsetur í Mjódd, sem Hjálpræðisherinn í Reykjavík rekur. Setrið er fyrir þá sem búa í Breiðholti og er opið fyrir öllum, sem vilja hitta annað fólk, og taka þátt í námskeiðahaldi sem boðið er upp á. Hægt er að vera við ýmsa handavinnu, Saumavélar eru á staðnum, þar sem hægt er að laga og sauma. Opnir dagar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.13-17.

Á miðvikudögum eru samkomur með kröftugri lofgjörð og góðu orði kl.20. Allir hjartanlega velkomnir.