Dagatal Nóvember. Billy

Dagatal Nóvember. Billy

Eftir fangelsisvist í Bandaríkjunum kom Billy aftur til Íslands, landsins sem hann ólst upp í að hluta til.

Billy

 Eftir fangelsisvist í Bandaríkjunum kom Billy aftur til Íslands, landsins sem hann ólst upp í að hluta til. Hann hafði flakkað milli Íslands og Bandaríkjanna á uppvaxtarárunum en hafði ekki komið á Íslenska grundu síðan hann var 27 ára. Nú var hann kominn aftur, með möguleika á að byrja upp á nýtt.

 „Ég kom hingað í handjárnum en á flugvellinum tók gamall vinur á móti mér. Við höfðum unnið saman á báti löngu áður. Hann fór með mig á Gistiheimili Hjálpræðishersins, þar sem ég gat leigt ódýrt herbergi.“

 Hann kannaðist við Hjálpræðisherinn í Bandaríkjunum og hafði stundum farið þangað til að fá mat. Herskjöldurinn hafði verið tákn um öryggi.

 „Í Ameríku er skjöldurinn tákn um öruggt skjól, þar sem fólk sem glímir við efiðleika getur komið og lagt frá sér erfiðleika daglega lífsins. Þar voru engar freistingar, bara vernd gegn erfiðum raunveruleikanum. Í Hjálpræðishernum hér á Íslandi hef ég fengið að kynnast fólkinu á bak við skjöldinn. Hér hef ég fengið að upplifa þetta á persónulegri hátt og mér finnst gott að hitta fólk án búningsins.“

Þegar hann bjó á gistiheimilinu kynntist hann Dortheu. Hún vann í Hertex búð í Reykjavík og fljótlega fór han að hjálpa til þar sem sjálfboðaliði. Billy og Dorthea kynntust betur og vináttan þróaðist út í eitthvað meira. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn saman. Edda Ey varð þriggja ára í sumar og William Eli fæddist í apríl.

 „Dorthea, Edda Ey, William Eli og Hjálpræðisherinn eru allt sem ég þarf. Þetta er fjölskyldan mín. Mér finnst sorglegt að hugsa til þess að ég fékk ekki að upplifa þetta fyrr, en kannski er það einmitt það sem átti að gerast.“

 Billy er fastráðinn hjá Hertex þar sem hann er m.a. verslunarstjóri og ber ábyrgð á að sækja húsgögn sem fólk gefur. Hann er vinsæll meðal viðskiðtavina og þekktur fyrir fyndnar athugasemdir og líflega nærveru.

 „Það breytti lífi mínu að kynnast Hjálpræðishernum. Ég fékk nýtt tækifæri, eignaðist fjölskyldu og skjöldurinn er mitt örugga skjól.“

Hægt er að sjá þetta á norska vefnum hér.