Apríl 2015 Ása

Apríl 2015 Ása

„Það var svo gott að fá bara frí frá öllum áhyggjum. Ég gat notið þess að eyða tíma með börnunum mínum og upplifa alvöru frí.“

Það er ekki alltaf auðvelt að finna tíma til að eyða með börnunum sínum þegar maður er einstæð móðir með þrjú börn. En í sumar fengu Ása og börnin hennar tækifæri til að taka þátt í sumarfríí á vegum Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Fríið var hugsað til að efnaminni fjölskyldur fengju tækifæri til að eiga ógleymanlegan og viðburðaríkan tíma saman.

 „Ég er svo þakklát. Við fengum tækifæri til að komast burt úr amstri dagsins og njóta þess að vera í friði. Það var líka frábært að hitta aðrar mæður. Sumar þeirra eru útlendingar sem komu til Íslands af ólíkum ástæðum og þær höfðu ólíkar sögur að segja. Við fengum tækifæri til að deila reynslu okkar og ræða um lífið og tilveruna.“

 Hún viðurkennir að það hafi verið svolítið óvenjulegt að koma að dekkuðu borði og taka þátt í viðburðums sem aðrir höfðu skipulagt. En þakklæti hennar er augljóst. Þetta frí er virkilega eitthvað sem hún mun seint gleyma.

 „Það var fyrir tilviljun sem ég kynntist Hjálpræðishernum. Ég rakst á konu sem heitir Birna. Ég var langt niðri og af einhverjum ástæðum sagði ég þessari ókunnugu konu að ég ætti erfitt og þyrfti á hjálp að halda.“

 Ása vissi ekki að Birna starfaði í Hjálpræðishernum og að þessi ókunnuga manneskja myndi breyta stórum hluta í lífi hennar. Þær ákváðu að hittast stuttu seinna. Þá kom í ljós að Birna vissi ýmislegt um erfiðleika lífsins.

 „Það var gott að hitta einhvern sem ég gat samsamað mig við. Við byrjuðum að hittast oftar og þegar Birna bað mig um hjálp var ég meira en tilbúin. Núorðið segi ég eiginlega já við hverju sem er því þegar Birna biður mig að gera eitthvað er það allaf eitthvað spennandi og skemmtilegt.

 Í fyrrahaust ákvað hún að ganga skrefinu lengra. Hún ákvað að verða hluti af söfnuðnum og gerast samherji. Hún hafði ekki hugsað svo mikið út í þessa ákvörðun heldur fylgdi hjartanu.

 „Ég fann að þetta var rétt skref að taka. Hér eru allir jafn mikils virði. Enginn er ofar öðrum og enginn er lægra settur. Nafnið segir allt sem segja þarf, Hjálpræðisherinn. Þetta er nýtt upphaf.“