Markmið Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ

Markmið okkar eru:

Að vera verkfæri sem leiðir fólk til frelsis fyrir trúna á Jesú Krist. 

  • Að þau sem frelsist verði lærisveinar, það er að segja ábyrgir og virkir meðlimir í söfnuðinum (flokknum).

1.    Að verða allt sem þú getur orðið í Kristi (helgun).

2.    Meðvitund um náungann (áhuga á öðrum en sjálfum sér).

3.    Sýna náungakærleika í verki, mæta þörfinni sem er til staðar undir kjörorðinu “Alhliða umhyggja”.

4.    Virkt hugmyndaflæði, benda á þarfir og óleyst verkefni, og reyna að vísa veginn til lausnar á þeim.

5.    Sýna samstöðu og ábyrgð gagnvart fólki á Íslandi og í  öðrum heimshlutum