Velkomin

Aðalmarkmið BUH

er að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist til barna og unglinga, leiða þau til kristinnar trúar og móta afstöðu þeirra frá orði Guðs.

Einnig er starfað að því að hvetja þau til að þroska hæfileika sína og veita þeim góða undirstöðu til sjálfstæðrar hugsunar og starfs þannig að þau geti orðið nýtir þjóðfélagsþegnar.

 

BUH á Íslandi

er félag innan Hjálpræðishersins á Íslandi, sem sér um allt barna- og unglingastarf hersins.

 

Stjórn BUH.

Lt. Hjördís Kristinsdóttir foringi

Ísak Daði Ingvason, Reykjavík, varamaður í stjórn fabu (barna og unglingastarfi Hjálpræðishersins í Noregi, Íslandi og Færeyjum)

Almar Ingi Ólason, Reykjavík, formaður stjórnar BUH 

(Sigrún María Endresen, Reykjanesbæ, flutt erlendis)

Sunneva Sól Óladóttir, Reykjavík, varaformaður stjórnar BUH (starfandi formaður í fjarveru Almars Inga)

Herdís Helgadóttir ritari stjórnar BUH

Sigríður Rut Ragnarsdóttir, Reykjanesbæ

Elfar Ingi Jónsson, Akureyri

 

Varamenn:

Karl William Sigurðarson, Reykjavík, (fluttur erlendis)

Haflína Maja Guðnadóttir, Reykjanesbæ, (starfar nú í stað Sigrúnar Maríu) 

BUH á Akureyri

Unglingarnir hittast á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 að Hvannavöllum 10, Akureyri.  Allir í 8. bekk og eldri eru velkomnir. (facebook síða https://www.facebook.com/groups/137089363021729/)

 

BUH í Reykjanesbæ

Unglingarnir hittast á þriðjudagskvöldum kl. 18.30 að Flugvallarbraut 730, Ásbrú.  Allir í 8. bekk og eldri eru velkomnir. (facebook síða https://www.facebook.com/groups/189248437780199/)

BUH í Reykjavík

Unglingarnir hittast á miðvikudögum.  Opið hús er frá 16-18 alla miðvikudaga.  Allir í 8. bekk og eldri eru velkomnir. Fr´ a 18-19 er heitur matur og frá 19-20.30 er svo unglingastarf.   Eldri unglingar (framhaldsskólaaldur) hittast einnig á miðvikudögum kl. 21 (facebook síða https://www.facebook.com/groups/1481093185467508/)

 

Hjálpræðisherinn á Íslandi tilheyrir umdæminu Noregur, Ísland og Færeyjar. BUH eru því í nánu samstarfi við æskulýðssamtök Hjálpræðishersins í Noregi = FAbU, sjá Frelsesarmeens barn og unge.

Þess má geta að fulltrúi frá BUH situr í stjórn FAbU. 2016-2018 er það Sára Magnussen frá Færeyjum sem er aðalmaður Íslands og Færeyja.